Móðir Isolar harmi slegin 2. janúar 2009 18:49 Fjörutíu og níu ára gömul íslensk kona var myrt í svefni af eiginmanni sínum aðfararnótt gamlársdags - um 90 mínútum eftir að hann borgaði sig út úr fangelsi gegn fimm þúsund dala tryggingu. Maðurinn svipti sig síðan lífi frammi fyrir dóttur þeirra hjóna. Síðustu tæplega þrjátíu ár stundvíslega klukkan tólf á miðnætti, þegar gamla árið mætti hinu nýja, hringdi Isol Lind Cotto frá Bandaríkjunum í móður sína heima í Njarðvík til að óska henni gleðilegs árs. Nú í fyrrakvöld barst móður hennar, Sigrúnu Ellertsdóttur hins vegar ekkert símtal frá Bandaríkjunum heldur bankaði presturinn upp á á gamlárskvöld og færði henni þessi hörmulegu tíðindi. ,,Ég missti málið. Ég grenjaði og hef grenjað síðan," segir Sigrún. Isol Lind, lá sofandi heima hjá sér í smábænum Marbletown í New York fylki síðustu nótt ársins, aðfararnótt gamlársdags. Kristína 22ja ára gömul dóttir hennar og eiginmannsins, William Cotto, lá sofandi í sínu herbergi. Mitt í vetrarnóttinni vaknar Kristína við skothvell, hleypur inn í svefnherbergi móður sinnar og sér að hún er látin. Sigrún segir að Kristína hafi hlaupið út og kallað til föður síns sem hafi ekki svarað. Kristína fékk taugaáfall og var svæfð eftir þessa erfiðu reynslu. Foreldrar hennar, Bill og Ísól kynntust á Íslandi þar sem Bill starfaði á herstöðinni á Miðnesheiði. Þau giftu sig og fluttu til Bandaríkjanna, þar sem Bill starfaði sem lögreglumaður, en fjögurra ára dóttir Isolar varð eftir hjá ömmu og afa og ólst þar upp. Hjónabandið var ofbeldisfullt frá upphafi, segir Sigrún. ,,Hún sagði alltaf við mig að hann drepur mig ekki mamma." Isol var þó ekki sannfærðari en svo að hún átti sex hunda, svaf ávallt með tvo við rúmið, sem hún treysti að myndu vara hana við. ,,Eins og ég er búinn að vera að brjóta heilann um þekktu þeir hann þegar hann kom," segir Sigrún sem reyndi ítrekað að forða dóttur sinni frá eiginmanninum. Bill og Isol skildu að borði og sæng fyrir nokkrum árum en voru ennþá formlega gift. Hún tók nýverið við honum aftur. Á þriðjudaginn var hann svo handtekinn, líklega fyrir atbeina Kristínu dóttur þeira, eftir að hafa hrint Isol niður stiga og ýmis önnur brot. Um kvöldið reiddi Bill svo fram 5000 dala tryggingu, var leystur úr haldi rétt upp úr miðnætti og hálfum öðrum tíma síðar var hann búinn að myrða konu sína og sjálfan sig. Nokkrum klukkustundum fyrr talaði Sigrún við dóttur sína í síma í síðasta sinn. ,,Hún sagði við að hún myndi hringja á gamlárskvöld eins og vanalega. Hún hringdi alltaf á mínútunni tólf." En hvað vill Sigrún segja við konur í sömu stöðu og Ísól var, í ofbeldisfullu hjónabandi. ,,Forðaðu þér. Húsið og eigurnar eru einskis virði." Tengdar fréttir Íslensk kona myrt af eiginmanni sínum í New York Íslensk kona búsett í Bandaríkjunum, Isol Cotto, var myrt af eiginmanni sínum á gamlársdag á heimili hennar í Marbletown í New York ríki. Maðurinn, William Cotto, sem var lögreglumaður á eftirlaunum, skaut sjálfan sig til bana skömmu eftir ódæðið. 2. janúar 2009 13:40 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Fjörutíu og níu ára gömul íslensk kona var myrt í svefni af eiginmanni sínum aðfararnótt gamlársdags - um 90 mínútum eftir að hann borgaði sig út úr fangelsi gegn fimm þúsund dala tryggingu. Maðurinn svipti sig síðan lífi frammi fyrir dóttur þeirra hjóna. Síðustu tæplega þrjátíu ár stundvíslega klukkan tólf á miðnætti, þegar gamla árið mætti hinu nýja, hringdi Isol Lind Cotto frá Bandaríkjunum í móður sína heima í Njarðvík til að óska henni gleðilegs árs. Nú í fyrrakvöld barst móður hennar, Sigrúnu Ellertsdóttur hins vegar ekkert símtal frá Bandaríkjunum heldur bankaði presturinn upp á á gamlárskvöld og færði henni þessi hörmulegu tíðindi. ,,Ég missti málið. Ég grenjaði og hef grenjað síðan," segir Sigrún. Isol Lind, lá sofandi heima hjá sér í smábænum Marbletown í New York fylki síðustu nótt ársins, aðfararnótt gamlársdags. Kristína 22ja ára gömul dóttir hennar og eiginmannsins, William Cotto, lá sofandi í sínu herbergi. Mitt í vetrarnóttinni vaknar Kristína við skothvell, hleypur inn í svefnherbergi móður sinnar og sér að hún er látin. Sigrún segir að Kristína hafi hlaupið út og kallað til föður síns sem hafi ekki svarað. Kristína fékk taugaáfall og var svæfð eftir þessa erfiðu reynslu. Foreldrar hennar, Bill og Ísól kynntust á Íslandi þar sem Bill starfaði á herstöðinni á Miðnesheiði. Þau giftu sig og fluttu til Bandaríkjanna, þar sem Bill starfaði sem lögreglumaður, en fjögurra ára dóttir Isolar varð eftir hjá ömmu og afa og ólst þar upp. Hjónabandið var ofbeldisfullt frá upphafi, segir Sigrún. ,,Hún sagði alltaf við mig að hann drepur mig ekki mamma." Isol var þó ekki sannfærðari en svo að hún átti sex hunda, svaf ávallt með tvo við rúmið, sem hún treysti að myndu vara hana við. ,,Eins og ég er búinn að vera að brjóta heilann um þekktu þeir hann þegar hann kom," segir Sigrún sem reyndi ítrekað að forða dóttur sinni frá eiginmanninum. Bill og Isol skildu að borði og sæng fyrir nokkrum árum en voru ennþá formlega gift. Hún tók nýverið við honum aftur. Á þriðjudaginn var hann svo handtekinn, líklega fyrir atbeina Kristínu dóttur þeira, eftir að hafa hrint Isol niður stiga og ýmis önnur brot. Um kvöldið reiddi Bill svo fram 5000 dala tryggingu, var leystur úr haldi rétt upp úr miðnætti og hálfum öðrum tíma síðar var hann búinn að myrða konu sína og sjálfan sig. Nokkrum klukkustundum fyrr talaði Sigrún við dóttur sína í síma í síðasta sinn. ,,Hún sagði við að hún myndi hringja á gamlárskvöld eins og vanalega. Hún hringdi alltaf á mínútunni tólf." En hvað vill Sigrún segja við konur í sömu stöðu og Ísól var, í ofbeldisfullu hjónabandi. ,,Forðaðu þér. Húsið og eigurnar eru einskis virði."
Tengdar fréttir Íslensk kona myrt af eiginmanni sínum í New York Íslensk kona búsett í Bandaríkjunum, Isol Cotto, var myrt af eiginmanni sínum á gamlársdag á heimili hennar í Marbletown í New York ríki. Maðurinn, William Cotto, sem var lögreglumaður á eftirlaunum, skaut sjálfan sig til bana skömmu eftir ódæðið. 2. janúar 2009 13:40 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Íslensk kona myrt af eiginmanni sínum í New York Íslensk kona búsett í Bandaríkjunum, Isol Cotto, var myrt af eiginmanni sínum á gamlársdag á heimili hennar í Marbletown í New York ríki. Maðurinn, William Cotto, sem var lögreglumaður á eftirlaunum, skaut sjálfan sig til bana skömmu eftir ódæðið. 2. janúar 2009 13:40
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent