Innlent

Snjóflóðahætta á Vestfjörðum

Úr safni.
Úr safni.

Lýst hefur verið yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Veðurstofan spáir stormi, norðlægri átt 15-20 m/s og sums staðar jafnvel 15-25 m/s, á norðanverðu landinu fram á morgundaginn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Vegna veðurs mun bíll frá Vegagerðinni fylgja fólki sem þarf að komast í Baldur. Farið verður frá kirkjugarðinum á Patreksfirði klukkan fjögur nú síðdegis 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×