Erlent

Brown sinnir góðgerðarstarfi í fríinu

Gordon Brown.
Gordon Brown.

Forsætisráðherra Bretlands, Gordon Brown, mun sinna sjálfboðastarfi í eina viku á meðan hann er í sumarfríi.

Treglega tókst að fá fréttina staðfesta í Bretlandi en Brown mun ekki vilja draga athyglina að því góðgerðarstarfi sem hann mun sinna samkvæmt fréttavef BBC.

Ástæðan er samkomulag við góðgerðarfélagið sjálft.

Góðgerðarstarfið mun hann inna af hendi í eigin kjördæmi en ekki er ljóst hvað hann mun gera. Sjálfur á hann að hafa viðrað hugmyndina við vini sína að honum langaði til þess að eyða hluta af sumarfríinu í góðgerðir.

Brown mun vera í mánuð í sumarfríi eða á sama tíma og breska þingið. Á Síðasta ári dvaldi Brown og fjölskylda hans í Southwold í Suffolk. Ekki er vitað hvort hann muni starfa þar fyrir góðgerðarfélag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×