Innlent

Bretar og Hollendingar hafa svarað islenskum stjórnvöldum

Stjórnvöldum hafa borist óformlegar hugmyndir Breta og Hollendinga um hvernig þeir telja sig geta staðið að samþykki fyrirvara við Icesave-samningana.

Þetta staðfestir Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra í samtali við Vísi. Elías segir að þetta séu engar endanlegar niðurstöður heldur hugmyndir. Hugmyndirnar eru ræddar í trúnaði við bresk og hollensk stjórnvöld og verða því ekki kynntar almenningi að svo komnu máli.

Boðað hefur verið til fundar í fjárlaganefnd klukkan sex í dag þar sem Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra verður gestur. Hugmyndir Breta og Hollendinga verða væntanlega kynntar fyrir nefndinni á þeim fundi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×