Innlent

Lokatölur úr Kraganum - Ögmundur verður þingmaður áfram

Ögmundur Jónasson þarf ekki að hverfa af þingi samkvæmt nýjustu tölum.
Ögmundur Jónasson þarf ekki að hverfa af þingi samkvæmt nýjustu tölum.

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra nær kjöri sem þingmaður í Suðvesturkjördæmi eftir að lokatölur hafa verið birtar. Samkvæmt tölunum fær VG tvo þingmenn í kjördæminu. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir verður annar þeirra og Ögmundur hinn. Eftir að fyrstu tölur voru birtar í Suðvesturkjördæmi leit ekki út fyrir að Ögmundur næði kjöri.



Talin voru 48703 gild atkvæði og skiptust þau þannig.

Framsóknarflokkurinn 5627 - 1 maður kjörinn

Sjálfstæðisflokkurinn 13463 - 3 menn kjörnir

Frjálslyndi flokkurinn 741 - 0 menn kjörnir

Borgarahreyfingin 4428 - 1 maður kjörinn

Lýðræðishreyfingin 302 - 0 menn kjörnir

Samfylkingin 15669 - 5 menn kjörnir

VG 8473 - 2 menn kjörnir.

Á kjörskrá voru 58202. Greidd atkvæði voru 50315. Auðir seðlar voru 1519 og ógildir 93.

Nú er búið að telja atkvæði í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi en búist er við tölum þaðan mjög fljótlega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×