Dansvænt og dúnmjúkt 2. júlí 2009 02:30 Franska hljómsveitin Phoenix gaf á dögunum út sína fjórðu plötu, Wolfgang Amadeus Phoenix. Hefur sveitin fengið mikið lof fyrir plötuna.nordicphotos/getty Franska hljómsveitin Phoenix hefur fengið mikið lof fyrir sína fjórðu plötu sem kom út á dögunum. Dansvænt og dúnmjúkt poppið er þar allsráðandi. Phoenix var stofnuð um miðjan tíunda áratuginn af félögunum Thomas Mars, Deck D"Arcy, Christian Mazzalai og Laurent Brancowitz. Sá síðastnefndi var áður í hljómsveitin Darlin" sem hann stofnaði með þeim Thomas Banglater og Guy-Manuel de Homem-Christo, sem síðar meir breyttust í dúettinn Daft Punk. Eftir að Darlin" leystist upp gekk Brancowitz til liðs við þá Mars, D"Arcy og Mazzalai og árið 1996 byrjuðu þeir að koma fram undir nafninu Phoenix. Fyrsta plata sveitarinnar, United, kom út 2000 og sú næsta, Alphabetical, kom fjórum árum síðar. Sú plata vakti töluverða athygli, aðallega vegna smáskífulaganna Everything is Everything og Run Run Run. Í framhaldinu fór Phoenix í stóra tónleikaferð um heiminn og fylgdi svo herlegheitunum eftir með tónleikaplötunni Live! Thirty Days Ago. Þriðja hljóðversplata sveitarinnar, It"Never Been Like That, kom út 2006 og enn jukust vinsældirnar. Hljómnum var líkt við The Strokes og plötunni hrósað fyrir grípandi melódíur og hversu auðvelt var að hlusta á hana aftur og aftur án þess að fá leið á henni. Í byrjun þessa árs var síðan tilkynnt um nýja plötu, Wolfgang Amadeus Phoenix, sem var gefin út 25. maí. Upptökustjóri var Philippe Zdar, annar meðlima frönsku sveitarinnar Cassius. Dansvænt og skemmtilegt poppið er þar allsráðandi og auðvelt að heyra að Phoenix er frönsk í húð og hár, þó svo að áhrif frá nýlegum indísveitum á borð við MGMT og Vampire Weekend, auk The Strokes, leynist einnig innan um. Titill plötunnar er að sjálfsögðu tilvísun í klassíska meistarann Mozart en heitið á fyrsta smáskífulaginu, Lisztomania, var fundið upp af skáldinu Heinrich Heine þegar hann lýsti hrifningu almennings af píanóleik Ungverjans Franz Liszt sem var uppi á 19. öld. Samnefnd bíómynd um ævi Liszt var gefin út 1975 með Roger Daltrey úr The Who í aðalhlutverki, auk þess sem Bítillinn Ringo Starr var í leikaraliðinu. Til að kóróna sígildu tenginguna var myndbandið við Lisztomania tekið upp í Bayeruth-óperuhúsinu í Þýskalandi þar sem hin árlega Wagner-hátíð er haldin til heiðurs tónskáldinu. Phoenix hefur verið á tónleikaferð um heiminn síðan í maí og er bókuð þangað til í lok nóvember. Gaman verður að fylgjast með þessum arftökum Air og Daft Punk í framtíðinni, sem virðast til alls líklegir. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Franska hljómsveitin Phoenix hefur fengið mikið lof fyrir sína fjórðu plötu sem kom út á dögunum. Dansvænt og dúnmjúkt poppið er þar allsráðandi. Phoenix var stofnuð um miðjan tíunda áratuginn af félögunum Thomas Mars, Deck D"Arcy, Christian Mazzalai og Laurent Brancowitz. Sá síðastnefndi var áður í hljómsveitin Darlin" sem hann stofnaði með þeim Thomas Banglater og Guy-Manuel de Homem-Christo, sem síðar meir breyttust í dúettinn Daft Punk. Eftir að Darlin" leystist upp gekk Brancowitz til liðs við þá Mars, D"Arcy og Mazzalai og árið 1996 byrjuðu þeir að koma fram undir nafninu Phoenix. Fyrsta plata sveitarinnar, United, kom út 2000 og sú næsta, Alphabetical, kom fjórum árum síðar. Sú plata vakti töluverða athygli, aðallega vegna smáskífulaganna Everything is Everything og Run Run Run. Í framhaldinu fór Phoenix í stóra tónleikaferð um heiminn og fylgdi svo herlegheitunum eftir með tónleikaplötunni Live! Thirty Days Ago. Þriðja hljóðversplata sveitarinnar, It"Never Been Like That, kom út 2006 og enn jukust vinsældirnar. Hljómnum var líkt við The Strokes og plötunni hrósað fyrir grípandi melódíur og hversu auðvelt var að hlusta á hana aftur og aftur án þess að fá leið á henni. Í byrjun þessa árs var síðan tilkynnt um nýja plötu, Wolfgang Amadeus Phoenix, sem var gefin út 25. maí. Upptökustjóri var Philippe Zdar, annar meðlima frönsku sveitarinnar Cassius. Dansvænt og skemmtilegt poppið er þar allsráðandi og auðvelt að heyra að Phoenix er frönsk í húð og hár, þó svo að áhrif frá nýlegum indísveitum á borð við MGMT og Vampire Weekend, auk The Strokes, leynist einnig innan um. Titill plötunnar er að sjálfsögðu tilvísun í klassíska meistarann Mozart en heitið á fyrsta smáskífulaginu, Lisztomania, var fundið upp af skáldinu Heinrich Heine þegar hann lýsti hrifningu almennings af píanóleik Ungverjans Franz Liszt sem var uppi á 19. öld. Samnefnd bíómynd um ævi Liszt var gefin út 1975 með Roger Daltrey úr The Who í aðalhlutverki, auk þess sem Bítillinn Ringo Starr var í leikaraliðinu. Til að kóróna sígildu tenginguna var myndbandið við Lisztomania tekið upp í Bayeruth-óperuhúsinu í Þýskalandi þar sem hin árlega Wagner-hátíð er haldin til heiðurs tónskáldinu. Phoenix hefur verið á tónleikaferð um heiminn síðan í maí og er bókuð þangað til í lok nóvember. Gaman verður að fylgjast með þessum arftökum Air og Daft Punk í framtíðinni, sem virðast til alls líklegir.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira