Dansvænt og dúnmjúkt 2. júlí 2009 02:30 Franska hljómsveitin Phoenix gaf á dögunum út sína fjórðu plötu, Wolfgang Amadeus Phoenix. Hefur sveitin fengið mikið lof fyrir plötuna.nordicphotos/getty Franska hljómsveitin Phoenix hefur fengið mikið lof fyrir sína fjórðu plötu sem kom út á dögunum. Dansvænt og dúnmjúkt poppið er þar allsráðandi. Phoenix var stofnuð um miðjan tíunda áratuginn af félögunum Thomas Mars, Deck D"Arcy, Christian Mazzalai og Laurent Brancowitz. Sá síðastnefndi var áður í hljómsveitin Darlin" sem hann stofnaði með þeim Thomas Banglater og Guy-Manuel de Homem-Christo, sem síðar meir breyttust í dúettinn Daft Punk. Eftir að Darlin" leystist upp gekk Brancowitz til liðs við þá Mars, D"Arcy og Mazzalai og árið 1996 byrjuðu þeir að koma fram undir nafninu Phoenix. Fyrsta plata sveitarinnar, United, kom út 2000 og sú næsta, Alphabetical, kom fjórum árum síðar. Sú plata vakti töluverða athygli, aðallega vegna smáskífulaganna Everything is Everything og Run Run Run. Í framhaldinu fór Phoenix í stóra tónleikaferð um heiminn og fylgdi svo herlegheitunum eftir með tónleikaplötunni Live! Thirty Days Ago. Þriðja hljóðversplata sveitarinnar, It"Never Been Like That, kom út 2006 og enn jukust vinsældirnar. Hljómnum var líkt við The Strokes og plötunni hrósað fyrir grípandi melódíur og hversu auðvelt var að hlusta á hana aftur og aftur án þess að fá leið á henni. Í byrjun þessa árs var síðan tilkynnt um nýja plötu, Wolfgang Amadeus Phoenix, sem var gefin út 25. maí. Upptökustjóri var Philippe Zdar, annar meðlima frönsku sveitarinnar Cassius. Dansvænt og skemmtilegt poppið er þar allsráðandi og auðvelt að heyra að Phoenix er frönsk í húð og hár, þó svo að áhrif frá nýlegum indísveitum á borð við MGMT og Vampire Weekend, auk The Strokes, leynist einnig innan um. Titill plötunnar er að sjálfsögðu tilvísun í klassíska meistarann Mozart en heitið á fyrsta smáskífulaginu, Lisztomania, var fundið upp af skáldinu Heinrich Heine þegar hann lýsti hrifningu almennings af píanóleik Ungverjans Franz Liszt sem var uppi á 19. öld. Samnefnd bíómynd um ævi Liszt var gefin út 1975 með Roger Daltrey úr The Who í aðalhlutverki, auk þess sem Bítillinn Ringo Starr var í leikaraliðinu. Til að kóróna sígildu tenginguna var myndbandið við Lisztomania tekið upp í Bayeruth-óperuhúsinu í Þýskalandi þar sem hin árlega Wagner-hátíð er haldin til heiðurs tónskáldinu. Phoenix hefur verið á tónleikaferð um heiminn síðan í maí og er bókuð þangað til í lok nóvember. Gaman verður að fylgjast með þessum arftökum Air og Daft Punk í framtíðinni, sem virðast til alls líklegir. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira
Franska hljómsveitin Phoenix hefur fengið mikið lof fyrir sína fjórðu plötu sem kom út á dögunum. Dansvænt og dúnmjúkt poppið er þar allsráðandi. Phoenix var stofnuð um miðjan tíunda áratuginn af félögunum Thomas Mars, Deck D"Arcy, Christian Mazzalai og Laurent Brancowitz. Sá síðastnefndi var áður í hljómsveitin Darlin" sem hann stofnaði með þeim Thomas Banglater og Guy-Manuel de Homem-Christo, sem síðar meir breyttust í dúettinn Daft Punk. Eftir að Darlin" leystist upp gekk Brancowitz til liðs við þá Mars, D"Arcy og Mazzalai og árið 1996 byrjuðu þeir að koma fram undir nafninu Phoenix. Fyrsta plata sveitarinnar, United, kom út 2000 og sú næsta, Alphabetical, kom fjórum árum síðar. Sú plata vakti töluverða athygli, aðallega vegna smáskífulaganna Everything is Everything og Run Run Run. Í framhaldinu fór Phoenix í stóra tónleikaferð um heiminn og fylgdi svo herlegheitunum eftir með tónleikaplötunni Live! Thirty Days Ago. Þriðja hljóðversplata sveitarinnar, It"Never Been Like That, kom út 2006 og enn jukust vinsældirnar. Hljómnum var líkt við The Strokes og plötunni hrósað fyrir grípandi melódíur og hversu auðvelt var að hlusta á hana aftur og aftur án þess að fá leið á henni. Í byrjun þessa árs var síðan tilkynnt um nýja plötu, Wolfgang Amadeus Phoenix, sem var gefin út 25. maí. Upptökustjóri var Philippe Zdar, annar meðlima frönsku sveitarinnar Cassius. Dansvænt og skemmtilegt poppið er þar allsráðandi og auðvelt að heyra að Phoenix er frönsk í húð og hár, þó svo að áhrif frá nýlegum indísveitum á borð við MGMT og Vampire Weekend, auk The Strokes, leynist einnig innan um. Titill plötunnar er að sjálfsögðu tilvísun í klassíska meistarann Mozart en heitið á fyrsta smáskífulaginu, Lisztomania, var fundið upp af skáldinu Heinrich Heine þegar hann lýsti hrifningu almennings af píanóleik Ungverjans Franz Liszt sem var uppi á 19. öld. Samnefnd bíómynd um ævi Liszt var gefin út 1975 með Roger Daltrey úr The Who í aðalhlutverki, auk þess sem Bítillinn Ringo Starr var í leikaraliðinu. Til að kóróna sígildu tenginguna var myndbandið við Lisztomania tekið upp í Bayeruth-óperuhúsinu í Þýskalandi þar sem hin árlega Wagner-hátíð er haldin til heiðurs tónskáldinu. Phoenix hefur verið á tónleikaferð um heiminn síðan í maí og er bókuð þangað til í lok nóvember. Gaman verður að fylgjast með þessum arftökum Air og Daft Punk í framtíðinni, sem virðast til alls líklegir.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Reyndi við þrjár milljónir Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Sjá meira