Erlent

Vél Air France splundraðist þegar hún skall í hafið

Mynd/AP
Talið er að flugvél Air France sem fórst 1. júní á leið sinni frá Brasilíu til Frakklands hafi splundrast þegar vélin hrapaði í hafið. Áður hefur verið talið að flugvélin hafi sundrast á flugi þar sem brak úr henni dreifðist yfir margra kílómetra svæði.

228 manns fórust með flugvél Air France. Þar á meðal þeirra var einn Íslendingur.

Svarti kassi flugvélarinnar sem inniheldur mikilvægar upplýsingar um slysið er enn ófundinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×