Innlent

Blaðamaðurinn segir forsetahjónin samrýmd en ólík

Ólafur og Dorrit á svölum þinghússins í ágúst sl.
Ólafur og Dorrit á svölum þinghússins í ágúst sl.
Bandarískur blaðamaður sem tók umdeilt viðtal við forsetahjóninn á Besstastöðum segir það hafa verið ákaflega sérstakt að hluta á hjónin þrasa um hvað mætti birta í viðtalinu og hvað ekki. Hjónin séu greinilega samrýmd, en afar ólík.

Viðtalið við forsetann og eiginkonu hans birtist í nýjasta tölublaði tímaritsins Condé Nast portfolio. Viðtalið er afar óhefðbundið, svo ekki sé meira sagt. Þar viðrar Dorrit alls kyns skoðanir sem Ólafi þykja greinilega ekki við hæfi ef marka má viðbrögð hans í viðtalinu. „Svona segir maður ekki Dorrit," er á meðal þess sem blaðamaðurinn hefur eftir forsetanum." Viðtalið má lesa hér á Vísi en fréttastofa sló á þráðinn til Bandaríkjanna og spjallaði við blaðamanninn sem skrifaði hið umdeilda viðtal.

Blaðamaðurinn Joshua Hammer segir að hann hafi rætt við forsetahjónin í rúmar þrjár klukkustundir á Bessastöðum. Dorrit er afar einlæga og hefur litlar hömlur, að mati Hammers. ,,Hún var mjög opinská við mig."

Hammer segir að Ólafur hafi sagt að umræðuefni viðtalsins vera viðkvæmt og hann telur að forsetanum hafi þótt óþægilegt að Dorrit ræddi við sig á þessum nótum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×