Innlent

Jóhanna ætlar ekki að eyða tíma og þræta við Davíð

Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina í kappi við tímann og hún ætli ekki að elta ólar við einstaka ávirðingar Davíðs Oddssonar í sinn garð. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Seðlabankann var afgreitt til nefndar í dag og segir Jóhanna mikilvægt að málið verði afgreitt sem fyrst.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til þings í dag í fyrsta skipti frá því ríkisstjórnarskipti urðu. Hann spurði forsætisráðherra hvað áform ríkisstjórnin hefði varðandi bankaráð Landsbankans, vegna yfirlýsinga hennar og fjármálaráðherra í tengslum við tímabundna ráðningu Ásmunds Stefánssonar í bankastjórastólinn þar. Þá vildi Geir vita hvort til stæði að láta formenn bankaráðanna fara.

,,Á að bola þeim þeim út eins og búið er að búið að bola út tveimur ráðuneytisstjórum, eins og verið að gera með bankastjóra Seðlbankans og búið er að gera með stjórn Lánasjóðsins?" spurði Geir á þingi í dag.

Forsætisráðherra sagði að henni líkaði ekki orðaval Geirs um að til stæði að bola fólki burt. Eðilegt væri að skoða þessi mál eins og önnur við stjórnarskipti. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um Seðlabankann var afgreitt við viðskiptanefndaryrstu umræðu í dag. Jóhann hafi óskað eftir því að það færi til efnahags- og skattanefndar en lét undan ósk Framsóknarflokks um að þaðfæri til viðskiptanefndar.

,,Það voru rök fyrir báðum þessum nefndum. Aðalmáli skipti að málið verið afgreiðtt fljótt og vel í þeirri nefnd sem fær það til afgreiðslu."

Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason hafa báðir hafnð ósk forsætisráðherra um að víkja úr embættum seðlabankastjóra.

,,Þessi niðurstaða olli mér miklum vonbirgðum," sagði Jóhanna.

Jóhanna sagði ríkisstjórnina í kapp við tímann og hún ætlaði ekki að eyða tíma í að elta ólar við einstaka ávirðingar Davíðs Oddssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×