Ekki farið að reyna á sálina 24. júní 2009 05:30 Frjáls Kvikmyndin Bjarnfreðarson segir frá því þegar Georg og félagar losna af Litla-Hrauni. En hún fer líka aftur í tímann og varpar ljósi á æði skrautlega æsku Georgs Bjarnfreðarsonar. Myndin er frá fyrsta tökudegi í gær. Tökum á Fangavaktinni lauk fyrir rúmri viku eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Leikararnir fengu smá frí frá þessum vinsælu karakterum en vinna við kvikmyndina Bjarnfreðarson hófst í gær á Litla-Hrauni. Jón Gnarr bregður sér í hlutverk afa Georgs í myndinni og Páll Winkel fékk draum sinn um lítið hlutverk uppfylltan. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá er Bjarnfreðarson sjálfstætt framhald af sjónvarpsþáttaröðunum Næturvaktinni, Dagvaktinni og áðurnefndri Fangavakt en hún verður sýnd á Stöð 2 með haustinu. Þeir Jón Gnarr, Pétur Jóhann og Jörundur Ragnarsson verða því búnir að vera í þessum gervum sínum í næstum tvo mánuði þegar tökum á kvikmyndinni lýkur. „Þetta er ekkert farið að taka á sálina, ég er náttúrlega töffari og harður nagli, aldrei hræddur við neitt og er ónæmur fyrir sársauka,“ segir Jón Gnarr. Hann viðurkennir þó að hann verði feginn þegar þessu öllu lýkur því kvikmyndin muni svo sannarlega reyna á hann. „Ég leik nefnilega líka afa Georgs, pabba Bjarnfreðar. Það er alveg svakalegur náungi, mikið verri en Georg og hann er alveg staðráðinn í að gera mig geðveikan. Ég er svona eins og Emily Rose sem var andsetin. Nema að hún þurfti að kljást við einn djöful, ég er að berjast við tvo.“ Og Jóni líst vel á mömmu sína, eða réttara sagt mömmu Georgs, en það er Ágústa Eva Erlendsdóttir sem leikur Bjarnfreði. „Já, það er alveg stórkostlegt að eiga hana fyrir mömmu.“ Að sögn Magnúsar Viðars Sigurðssonar, framleiðanda þáttanna og kvikmyndarinnar, hefur allt gengið snurðulaust fyrir sig og þeir hafa átt gott samstarf við fangelsismálayfirvöld, fanga og fangaverði. „Þetta hefur gengið alveg rosalega vel og allir hafa tekið okkur alveg óskaplega vel.“ Og það er kannski rétt rifja upp orð Páls Winkel fangelsismálastjóra, sem sagðist í samtali við Fréttablaðið í mars ekki vera mikill leikari en væri alveg til í að leika lítið hlutverk í þáttunum. Páll fékk ósk sína uppfyllta. „Hann leikur dómara í knattspyrnuleik, bara lítið hlutverk en stóð sig eins og hetja.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira
Tökum á Fangavaktinni lauk fyrir rúmri viku eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Leikararnir fengu smá frí frá þessum vinsælu karakterum en vinna við kvikmyndina Bjarnfreðarson hófst í gær á Litla-Hrauni. Jón Gnarr bregður sér í hlutverk afa Georgs í myndinni og Páll Winkel fékk draum sinn um lítið hlutverk uppfylltan. Eins og flestum ætti að vera kunnugt um þá er Bjarnfreðarson sjálfstætt framhald af sjónvarpsþáttaröðunum Næturvaktinni, Dagvaktinni og áðurnefndri Fangavakt en hún verður sýnd á Stöð 2 með haustinu. Þeir Jón Gnarr, Pétur Jóhann og Jörundur Ragnarsson verða því búnir að vera í þessum gervum sínum í næstum tvo mánuði þegar tökum á kvikmyndinni lýkur. „Þetta er ekkert farið að taka á sálina, ég er náttúrlega töffari og harður nagli, aldrei hræddur við neitt og er ónæmur fyrir sársauka,“ segir Jón Gnarr. Hann viðurkennir þó að hann verði feginn þegar þessu öllu lýkur því kvikmyndin muni svo sannarlega reyna á hann. „Ég leik nefnilega líka afa Georgs, pabba Bjarnfreðar. Það er alveg svakalegur náungi, mikið verri en Georg og hann er alveg staðráðinn í að gera mig geðveikan. Ég er svona eins og Emily Rose sem var andsetin. Nema að hún þurfti að kljást við einn djöful, ég er að berjast við tvo.“ Og Jóni líst vel á mömmu sína, eða réttara sagt mömmu Georgs, en það er Ágústa Eva Erlendsdóttir sem leikur Bjarnfreði. „Já, það er alveg stórkostlegt að eiga hana fyrir mömmu.“ Að sögn Magnúsar Viðars Sigurðssonar, framleiðanda þáttanna og kvikmyndarinnar, hefur allt gengið snurðulaust fyrir sig og þeir hafa átt gott samstarf við fangelsismálayfirvöld, fanga og fangaverði. „Þetta hefur gengið alveg rosalega vel og allir hafa tekið okkur alveg óskaplega vel.“ Og það er kannski rétt rifja upp orð Páls Winkel fangelsismálastjóra, sem sagðist í samtali við Fréttablaðið í mars ekki vera mikill leikari en væri alveg til í að leika lítið hlutverk í þáttunum. Páll fékk ósk sína uppfyllta. „Hann leikur dómara í knattspyrnuleik, bara lítið hlutverk en stóð sig eins og hetja.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Vance á von á barni Lífið Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Lífið Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Lífið Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Lífið Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Lífið Kjólasaga Brooklyns loðin Tíska og hönnun Halla T meðal sofandi risa Menning Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Lífið Fleiri fréttir Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Sjá meira