Lífið

Telur að Mel verði flottur í pabbahlutverkinu

Oksana og Mel.
Oksana og Mel.
Hin rússneska Oksana Grigorieva óttast ekki að unnusti hennar, ástralski leikarinn Mel Gibson, muni ekki standa sig í föðurhlutverkinu. Þvert á móti telur hún að Mel verði flottur í pabbi. Jafnframt bendir hún á þá staðreynd að Mel eigi sjö börn nú þegar.

Í vor voru miklar getgátur á sveimi um tengsl Mels við Oksönu. Robyn Denise Moore, eiginkona Gibsons til 28 ára, fór fram á hjónaskilnað í apríl þegar hjónaband þeirra var að hennar sögn komið í blindgötu.

Það var svo í maí sem Mel gerði loks hreint fyrir sínum dyrum í þætti Jay Leno og játaði að Oksana bæri barn hans undir belti. Hún á von á sér í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.