Lífið

Dóttir Tysons látin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tyson var staddur á ferðalagi þegar slysið varð en sneri heim. Mynd/ AFP.
Tyson var staddur á ferðalagi þegar slysið varð en sneri heim. Mynd/ AFP.
Fjögurra ára gömul dóttir hnefaleikakappans Mikes Tysons lést í gær eftir hörmulegt slys sem hún varð fyrir á heimili sínu í Phoenix í fyrradag.

Slysið varð með þeim hætti að dóttirin, Exodus, var að leika sér á hlaupabretti inni á heimilinu á mánudaginn. Hún flækti sig í snúru sem lá frá tækinu og hengdi sig. Móðir stúlkunnar var að þrífa heimilið þegar slysið varð en kallaði strax á sjúkrabíl og hóf fyrstu hjálp þegar hún kom að dóttur sinni nær dauða en lífi.

Tyson var staddur á ferðalagi í Las Vegas þegar slysið varð en hraðaði sér heim þegar hann heyrði tíðindin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.