Innlent

Ráðist á mann við Landsbankann á Laugavegi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ráðist var á mann fyrir framan Landsbankann á Laugavegi um klukkan korter yfir fjögur í nótt. Að sögn lögreglunnar var maðurinn að taka út úr hraðbanka þegar ráðist var á hann. Það blæddi úr nefi og bólgur sáust á vinstra eyra mannsins þannig að ákveðið var að aka honum á slysadeild til aðhlynningar. Þá var brotist inn í verslunina Súkkulaði og rósir á Hverfisgötu en ekki er vitað hverju var stolið þaðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×