Innlent

Háskaakstur við vegaframkvæmdir

Framkvæmdir. Athugið að myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Framkvæmdir. Athugið að myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Umferðarstofa biður ökumenn að fara varlega vegna framkvæmda á gatnamótum Kringlumýrabrautar, Suðurlandsbrautar og Laugavegar.

Kvartanir hafa borist vegna háskaaksturs en slíkt framferði skapar mikla hættu við þá starfsmenn sem að framkvæmdunum koma.

Umferðarstofa biður ökumen um að skapa ekki óþarfa hættu fyrir vegfarendur og ekki hvað síst þá menn sem þarna eru að störfum og því skal farið eftir þeim leiðbeiningum og takmörkunum sem í gildi eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×