Lífið

Enduruppgötvaði Michael Jackson

Guðjón Rúnar
Guðjón Rúnar
Líkt og Fréttablaðið greindi frá í lok síðustu viku þá hefur verslunin Fígúra við Skólavörðustíg verið að selja sérstaka stuttermaboli til heiðurs poppgoðinu Michael Jackson. Guðjón Rúnar Emilsson, eigandi verslunarinnar, segir bolina hafa vakið nokkra athygli, sérstaklega meðal ferðamanna. „Hingað komu tveir Spánverjar sem höfðu þá ekki frétt af andláti Jacksons og þeir urðu því mjög hissa og nokkuð miður sín þegar þeir sáu bolina og fengu að vita að goðið væri látið,“ segir Guðjón sem hefur að eigin sögn enduruppgötvað tónlist Michaels Jackson. „Daginn eftir andlátið ákvað ég að leika aðeins Michael Jackson lög hér í versluninni og uppgötvaði fullt af lögum sem ég hafði ekki heyrt áður.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.