Innlent

Íkveikja við Valhöll

Valhöll.
Valhöll.

Lögreglan var kölluð út nú fyrir stundu vegna íkveikju við Valhöll, vígi Sjálfstæðisflokksins við Háaleitisbraut.

Samkvæmt sjónarvotti sem hafði samband við Vísi var búið að kveikja í runnum við Valhöll. Hann sagði augljóst að um íkveikju væri að ræða þar sem búið var að kveikja í á nokkrum stöðum.

Þegar haft var samband við lögregluna kom í ljós að bíll hafði verið sendur en ekki var um alvarlegt atvik að ræða.

Þá sagði sjónarvottur að maður vopnaður kústi væri að slökkva eldinn.

Ekki er vitað hvað brennuvargi gekk til en enginn hefur verið handsamaður vegna íkveikjunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×