Innlent

Icesave-samninganefnd sökuð um alvarleg mistök

Sigríður Mogensen. skrifar

Íslenska Icesave-samninganefndin er sögð hafa gert afdrifarík mistök. Með því að samþykkja að skipta eignum Landsbankans jafnt með Hollendingum og Bretum aukast byrðar vegna Icesave um 300 milljarða.

Samkvæmt lögfræðiáliti hæstaréttalögmannanna Ragnars Hall og Harðar Felix Harðarssonar um Icesave ætti Ísland að borga mun minna ef farið hefði verið eftir íslenskum lögum og venjum þegar kemur að því að úthluta verðmætum úr þrotabúi Landsbankans.

í álitinu kemur fram að ábyrgð íslenska innstæðusjóðsins njóti forgangs á kröfur Breta og Hollendinga samkvæmt íslenskum lögum. Íslenska samninganefndin hafi hins vegar án ástæðu eða skyldu samið um jafna stöðu krafnanna.

Og með því að samþykkja að skipta eignum bankans jafnt með Hollendingum og Bretum eru Íslendingar að færa þeim hundruði milljarða.

Einar Sigurðsson, vakti athygli á þessu í grein í Morgunblaðinu í gær, en lögmennirnir unnu álit sitt að beiðni hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×