Innlent

Bjóða upp á kanósiglingu á Tjörninni

Klárir í bátana Hægt verður að fara í kanósiglingu á Tjörninni það sem eftir er júlímánaðar. Fyrst um sinn verður aðeins siglt í vesturenda Tjarnarinnar af tillitssemi við kríuvarp.Fréttablaðið/arnþór
Klárir í bátana Hægt verður að fara í kanósiglingu á Tjörninni það sem eftir er júlímánaðar. Fyrst um sinn verður aðeins siglt í vesturenda Tjarnarinnar af tillitssemi við kríuvarp.Fréttablaðið/arnþór

Landnemar, þróunar­hópur á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur, munu á miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum út júlí bjóða fólki upp á að sigla á kanóum um Reykjavíkurtjörn.

Kanóarnir voru sjósettir, ef svo má að orði komast, í fyrsta sinn í gær. Þeir eru fyrir fjóra og stendur fólki til boða að sigla þeim, án endurgjalds, um Tjörnina frá tíu að morgni til þrjú síðdegis, hvort sem er sjálft eða með liðsinni Landnemanna svokölluðu.

„Við viljum nýta það sem borgin hefur upp á að bjóða,“ segir Ívar Örn Sverrisson, verkefnisstjóri hjá Vinnuskólanum. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×