Innlent

Bótasvikahnappur gegn svikurum

Tryggingastsofnun leitar nú til almennings eftir uplýsingum um bótasvik einstaklinga, sem fólk kann að verða áskynja um, og heitir því að fara með allar ábendingar sem trúnaðarmál.

Á vefsíðu Tryggingastofnunar tr.is er hnappur, sem leiðir til ábendingaforms, sem einfalt er að fylla út.

Fólk þarf ekki að gefa upp nafn sitt, netfang eða síma nema það kjósi svo. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að það séu hagsmunir allra að koma í veg fyrir að fjármunir séu sviknir úr sameiginlegum sjóði landsmanna, sem ætlaður er til aðstoðar þeim sem standa höllum fæti.

Bótasvikum hefur orið vart í vaxandi mæli hér á landi eftir bankahrun og miklu atvinnuleysi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×