Fullorðnast í mynd og utan 16. júlí 2009 00:45 Vaxa úr grasi Grint, Watson og Radcliffe huga að framtíðinni eftir Hogwarts. nordicphotos/afp Hin langa bið eftir nýjustu Harry Potter-kvikmyndinni, Harry Potter and the Half Blood Prince, er loks á enda. Leikendur og aðdáendur virðast mjög meðvitaðir um að endirinn nálgast. Persónurnar alkunnu eru ekki þær einu sem fullorðnast í ár. Michael Gambon, sem leikur Albus Dumbledore, er orðinn það gamall hundur að erfitt er að kenna honum að sitja. Nýlega vöktu orð hans í viðtali við Los Angeles Times furðu, en þar segist hann aldrei hafa lesið bækur J.K. Rowling. Hann sér engan tilgang með því að lesa þær, þar sem handrit Steves Klove sé það eina sem verður leikið fyrir framan vélarnar. „Maður yrði leiður yfir öllum atriðunum sem eru í bókunum en eru ekki í myndunum,“ segir Gambon og bendir á að Alan Rickman og Ralph Fiennes hafi heldur ekki lesið staf. En á meðan öldungurinn virðist fastur í sínum hefðum þá er þríeykið fræga á krossgötum. Harry Potter er ekki einn um að þurfa að venjast því að vera „hinn útvaldi“. Radcliffe heldur sér fjarri rauða dreglinum eins og hann getur, en laumast með derhúfu í bíó með vinum sínum á kvöldin. Þá á stjarnan unga fullt í fangi með að aðskilja sig frá persónunni. „Ég vil meina að ég hafi ekki orðið fyrir of miklum áhrifum af Harry við það að leika hann þetta lengi. Mér finnst frábært að þetta sé hluti af lífi mínu, en þetta er ekki mitt líf. Það er gott að vera kallaður Dan.“ Samband Emmu Watson við J.K. Rowling ber vott um hennar þroska, en þær stöllur eru í stöðugu tölvupósts-sambandi. Þá er Watson nýtt andlit haustlínu tískurisans Burberry. Litlir hlutir gleðja hana þó enn og leikkonan virðist alsæl með fyrsta ökuskírteinið sitt í viðtali við Los Angeles Times. „Sminkan mín gaf mér lyktareyði í bílinn, það er frekar svalt.“ Rupert Grint er sá eini sem virðist ekki tilbúinn að yfirgefa Hogwarts. „Ég var að spá í hvernig það verður þegar við erum búin, eftir að seinasta myndin klárast. Ég veit ekki hvað ég geri. Ég mun sakna þessa, þetta hefur verið líf mitt mjög lengi.“ Þar geta aðdáendur verið sammála honum. En þangað til er um að gera að njóta. kbs@frettabladid.is Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Segir sögur með timbri Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Hin langa bið eftir nýjustu Harry Potter-kvikmyndinni, Harry Potter and the Half Blood Prince, er loks á enda. Leikendur og aðdáendur virðast mjög meðvitaðir um að endirinn nálgast. Persónurnar alkunnu eru ekki þær einu sem fullorðnast í ár. Michael Gambon, sem leikur Albus Dumbledore, er orðinn það gamall hundur að erfitt er að kenna honum að sitja. Nýlega vöktu orð hans í viðtali við Los Angeles Times furðu, en þar segist hann aldrei hafa lesið bækur J.K. Rowling. Hann sér engan tilgang með því að lesa þær, þar sem handrit Steves Klove sé það eina sem verður leikið fyrir framan vélarnar. „Maður yrði leiður yfir öllum atriðunum sem eru í bókunum en eru ekki í myndunum,“ segir Gambon og bendir á að Alan Rickman og Ralph Fiennes hafi heldur ekki lesið staf. En á meðan öldungurinn virðist fastur í sínum hefðum þá er þríeykið fræga á krossgötum. Harry Potter er ekki einn um að þurfa að venjast því að vera „hinn útvaldi“. Radcliffe heldur sér fjarri rauða dreglinum eins og hann getur, en laumast með derhúfu í bíó með vinum sínum á kvöldin. Þá á stjarnan unga fullt í fangi með að aðskilja sig frá persónunni. „Ég vil meina að ég hafi ekki orðið fyrir of miklum áhrifum af Harry við það að leika hann þetta lengi. Mér finnst frábært að þetta sé hluti af lífi mínu, en þetta er ekki mitt líf. Það er gott að vera kallaður Dan.“ Samband Emmu Watson við J.K. Rowling ber vott um hennar þroska, en þær stöllur eru í stöðugu tölvupósts-sambandi. Þá er Watson nýtt andlit haustlínu tískurisans Burberry. Litlir hlutir gleðja hana þó enn og leikkonan virðist alsæl með fyrsta ökuskírteinið sitt í viðtali við Los Angeles Times. „Sminkan mín gaf mér lyktareyði í bílinn, það er frekar svalt.“ Rupert Grint er sá eini sem virðist ekki tilbúinn að yfirgefa Hogwarts. „Ég var að spá í hvernig það verður þegar við erum búin, eftir að seinasta myndin klárast. Ég veit ekki hvað ég geri. Ég mun sakna þessa, þetta hefur verið líf mitt mjög lengi.“ Þar geta aðdáendur verið sammála honum. En þangað til er um að gera að njóta. kbs@frettabladid.is
Mest lesið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Segir sögur með timbri Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira