Innlent

Neikvæðir vextir eru í Svíþjóð

Seðlabanki Svíþjóðar Þrátt fyrir að vextir séu nú neikvæðir í Svíþjóð taldi einn af stjórnarmönnum bankans heppilegra að lækka vexti enn frekar.
fréttablaðið/riksbank
Seðlabanki Svíþjóðar Þrátt fyrir að vextir séu nú neikvæðir í Svíþjóð taldi einn af stjórnarmönnum bankans heppilegra að lækka vexti enn frekar. fréttablaðið/riksbank

Innlán fjármálastofnana hjá seðlabanka Svíþjóðar bera nú neikvæða vexti. Vextirnir eru -0,25 prósent. Fjármálastofnanir þurfa því í raun að greiða fyrir að geyma innstæður sínar í Seðlabanka Svíþjóðar.

Vextir á innstæðum viðskiptabanka hafa verið núll prósent frá því í apríl á þessu ári. Vöxtunum er ætlað að hvetja til áhættumeiri lánveitinga í stað þess að bankar leggi allar innstæður á reikning hjá seðlabankanum.

Einnig kom fram að einn stjórnarmaður bankans vildi lækka vexti enn meira sem hann taldi heppilegra við núverandi aðstæður. - bþa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×