Lífið

Anita aðalstjarnan á nördahátíð í San Diego

Anita Briem
Anita Briem

Íslenska leikkonan Anita Briem verður ein af aðalstjörnum alþjóðlegu myndasöguhátíðarinnar sem haldin hefur verið í San Diego síðastliðin fjörutíu ár. Hátíðin, sem heitir San Diego Comic Con International, er ein sú allra stærsta í myndasöguheiminum en hana sóttu yfir 120 þúsund manns í fyrra sem þá var met en aðstandendur ráðstefnunnar vonast til að slá það í ár enda hafa myndasögur sjaldan eða aldrei verið jafn vinsælar.

Anita leikur sem kunnugt er eitt af aðalhlutverkunum í kvikmyndinni Dead of the Night sem er byggð á ítölskum myndasögum eftir Tizi-ano Sclavi. Hún er ein örfárra myndasagna frá Ítalíu sem náð hafa einhverri útbreiðslu utan heimalands síns. Anita leikur Elizabeth sem reynir að heilla einkaspæjarann Dylan Dog upp úr skónum á milli þess sem hann berst við óvættir og yfirnáttúruleg öfl. Leikstjóri myndarinnar er Kevin Munroe og hann mun einnig verða meðal gesta auk Ofurmennisins Brandons Routh sem leikur Dylan en nýlega var tilkynnt að samningur hans um að leika Ofurmennið hefði runnið út. Þá mun Sam Huntington einnig verða meðal gesta og gefst gestum meðal annars færi á að fá eiginhandaráritanir frá stórstjörnunum.

Þau verða þarna til að svara fyrirspurnum um kvikmyndina og þá verður fyrsta auglýsingaplakatið fyrir myndina frumsýnt á hátíðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.