Erlent

Vill gjaldeyrishöft á ný

Forseti Simbabve segir afnám gjaldeyrishafta hafa valdið skaða til sveita, en þeim var aflétt í 230 milljóna prósenta verðbólgu.Fréttablaðið/AFP
Forseti Simbabve segir afnám gjaldeyrishafta hafa valdið skaða til sveita, en þeim var aflétt í 230 milljóna prósenta verðbólgu.Fréttablaðið/AFP

Robert Mugabe, forseti Simbabve, sagði í gær að það kæmi til greina að gera Simbabve-dalinn aftur að eina gjaldmiðli þjóðarinnar.

Simbabve-dalurinn hefur verið gjaldmiðillinn frá árinu 1980 en í janúar mældist verðbólga í landinu 230 milljónir prósenta. Gripið var til þess ráðs að aflétta banni af erlendum gjaldmiðlum í kjölfarið.

Við það fóru þegnar landsins að notast við aðra gjaldmiðla eins og Bandaríkjadal og suður­afrískt rand, sem leiddi til lækkandi verðlags. Mugabe telur þó að þetta hafi valdið miklum skaða í sveitum landsins þar sem fólk hafi ekki aðgang að fjármagni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×