Innlent

200.000 SMS úr kerfi Vodafone á nýársnótt

Tvö hundruð þúsund SMS-skeyti voru send úr farsímakerfi Vodafone á nýársnótt, þar af 100 þúsund á fyrstu klukkustundinni eftir áramótin. Þá eru ótalin SMS-skeyti í hinum farsímakerfunum.

Til samanburðar var meðalfjöldi SMS-skeyta á klukkustund á síðasta ári níu þúsund og voru 80 milljónir SMS-skeyta sendar um farsímakerfi Vodafone í fyrra. Mesta símanotkun í kerfi Vodafone í fyrra var strax eftir jarðskjálftann á Suðurlandi í maí, en á fyrstu klukkustundinni eftir skjálftann fóru 260 þúsund símtöl um kerfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×