Innlent

Tæknifræði í fyrsta sinn á vegum HÍ

Kennsla hefst í lok mánaðarins í tæknifræði við Háskóla Íslands í fyrsta sinn og er námið samstarfsverkefni HÍ og Keilis, miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs. Nemendur verða skráðir við HÍ og munu útskrifast þaðan, en námið fer fram hjá Keili á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Í fréttatilkynningu frá Keili segir að fyrst um sinn verði boðið upp á tvær brautir, orkutæknifræði og mekatróník. Sérstök áhersla verði lögð á gæði námsins með takmarkaðri inntöku, persónulegri kennslu og verklegu námi í vel búnum tilraunastofum. Samhliða náminu verður byggð upp fyrsta flokks rannsóknaaðstaða á staðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×