Foreldrar borguðu fyrir jarðýtu sem banaði dóttur þeirra Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. janúar 2009 21:21 Þóra Karítas Árnadóttir. Við þurfum öll að vera vakandi og öll að láta í okkur heyra. Það er svo hættulegt þegar að allt góða fólkið gerir ekki neitt. Þetta voru skilaboð ungrar bandarískrar konu, Rachel Corrie, sem lét lífið á Gaza svæðinu árið 2003. Corrie, sem var 24 ára gömul, dó þegar ísraelsk jarðýta ók yfir hana þegar hún var að verja hús palestínsku fjölskyldunnar sem hún bjó hjá. Þóra Karítas Árnadóttir leikkona ætlar að segja frá lífi hennar á opnum fundi sem félagið Ísland Palestína stendur fyrir í Iðnó á morgun. Þóra segir að Corrie hafi verið bandarískur ríkisborgari sem hafi unnið að því að koma á friði í heiminum. „Tólf ára gömul talaði Rachel Corrie um hungrið í heiminum og valdaójafnvægið í heiminum og hvernig okkur sem forréttindafólki ber skylda til að lýsa upp heiminn með því að leiðrétta það ójafnvægi sem ríkir. Vegna þess að annars bara sigra myrkraöflin," segir Þóra, sem fer með hlutverk Rachel í uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu „Ég heiti Rachel Corrie" sem frumsýnt verður 19. mars.Palestínumenn með sprengjur eins og litli bróðir Þóra Karítas segir að augu alheimsins hafi opnast mjög fyrir ástandinu á Gaza vegna þeirra fjöldamorða sem hafi átt sér stað á undanförnum dögum. Þrátt fyrir það megi ekki gleyma því að stanslaus átök hafi verið á svæðinu. Þau hafi vissulega magnast í desember, en hafi alltaf verið alvarleg. Hún gagnrýnir jafnframt þá sem vilji ekki fordæma árásir Ísraelsmanna á Palestínumenn vegna aðgerða Hamas samtakanna. Þessu sé ekki saman að jafna. „Palestínska þjóðin hefur engin vopn á sínum höndum. Þeir eru að reyna að smygla einhverjum vopnum á milli landamæra, en eru mest með heimatilbúnar sprengjur eins og bróður minn var að búa til í efnafræðisettinu sínu þegar að hann var 12 ára. Þetta er aftur á móti stærsta hernaðarveldi í heimi sem er bakkað upp af Bandaríkjunum," segir Þóra Karítas.Bandaríkjamenn borguðu fyrir Catepillar jarðýtuna Þóra segist hafa hitt foreldra Corrie á Gaza svæðinu í mars, þar sem þau starfi við að breiða út erindi hennar. „Þá segja þau mér að þau hafi borgað fyrir Catepillar jarðýtuna sem drap dóttur þeirra. Þannig að þau eru að setja þetta í samhengi með það að benda á í hvað skattpeningar þeirra hafa farið," segir Þóra Karítas og útskýrir orð sín með því að benda á að stór hluti af skattfé Bandaríkjamanna fari í hernað. Búnaður Bandaríkjahers sé jafnframt oft prófaður á Gaza svæðinu. Þóra Karítas segir frá lífi Corrie á fundinum á morgun. Auk hennar flytja Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, og Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins framsögur. Þá mun Bubbi Morthens syngja nokkur lög. Fundurinn hefst klukkan fjögur. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Við þurfum öll að vera vakandi og öll að láta í okkur heyra. Það er svo hættulegt þegar að allt góða fólkið gerir ekki neitt. Þetta voru skilaboð ungrar bandarískrar konu, Rachel Corrie, sem lét lífið á Gaza svæðinu árið 2003. Corrie, sem var 24 ára gömul, dó þegar ísraelsk jarðýta ók yfir hana þegar hún var að verja hús palestínsku fjölskyldunnar sem hún bjó hjá. Þóra Karítas Árnadóttir leikkona ætlar að segja frá lífi hennar á opnum fundi sem félagið Ísland Palestína stendur fyrir í Iðnó á morgun. Þóra segir að Corrie hafi verið bandarískur ríkisborgari sem hafi unnið að því að koma á friði í heiminum. „Tólf ára gömul talaði Rachel Corrie um hungrið í heiminum og valdaójafnvægið í heiminum og hvernig okkur sem forréttindafólki ber skylda til að lýsa upp heiminn með því að leiðrétta það ójafnvægi sem ríkir. Vegna þess að annars bara sigra myrkraöflin," segir Þóra, sem fer með hlutverk Rachel í uppsetningu Borgarleikhússins á verkinu „Ég heiti Rachel Corrie" sem frumsýnt verður 19. mars.Palestínumenn með sprengjur eins og litli bróðir Þóra Karítas segir að augu alheimsins hafi opnast mjög fyrir ástandinu á Gaza vegna þeirra fjöldamorða sem hafi átt sér stað á undanförnum dögum. Þrátt fyrir það megi ekki gleyma því að stanslaus átök hafi verið á svæðinu. Þau hafi vissulega magnast í desember, en hafi alltaf verið alvarleg. Hún gagnrýnir jafnframt þá sem vilji ekki fordæma árásir Ísraelsmanna á Palestínumenn vegna aðgerða Hamas samtakanna. Þessu sé ekki saman að jafna. „Palestínska þjóðin hefur engin vopn á sínum höndum. Þeir eru að reyna að smygla einhverjum vopnum á milli landamæra, en eru mest með heimatilbúnar sprengjur eins og bróður minn var að búa til í efnafræðisettinu sínu þegar að hann var 12 ára. Þetta er aftur á móti stærsta hernaðarveldi í heimi sem er bakkað upp af Bandaríkjunum," segir Þóra Karítas.Bandaríkjamenn borguðu fyrir Catepillar jarðýtuna Þóra segist hafa hitt foreldra Corrie á Gaza svæðinu í mars, þar sem þau starfi við að breiða út erindi hennar. „Þá segja þau mér að þau hafi borgað fyrir Catepillar jarðýtuna sem drap dóttur þeirra. Þannig að þau eru að setja þetta í samhengi með það að benda á í hvað skattpeningar þeirra hafa farið," segir Þóra Karítas og útskýrir orð sín með því að benda á að stór hluti af skattfé Bandaríkjamanna fari í hernað. Búnaður Bandaríkjahers sé jafnframt oft prófaður á Gaza svæðinu. Þóra Karítas segir frá lífi Corrie á fundinum á morgun. Auk hennar flytja Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, og Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins framsögur. Þá mun Bubbi Morthens syngja nokkur lög. Fundurinn hefst klukkan fjögur.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira