Evrópuráðsþingið ætlar að skoða aðgerðir Breta 9. janúar 2009 12:27 Steingrímur J. Sigfússon átti frumkvæði að umræðunni og flutti málið á fundi stjórnarnefndarinnar. Í dag samþykkti framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins beiðni Íslands um að sú aðgerð breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans í Bretlandi 8. október síðastliðinn yrði tekin til meðferðar bæði í laga- og mannréttindanefnd og efnahagsnefnd Evrópuráðsþingsins. Steingrímur J. Sigfússon á sæti í framkvæmdastjórninni og sótti fundinn sem fór fram í Barcelona. Eins og áður hefur verið greint frá voru aðgerðir breskra stjórnvalda ræddar á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins í Madríd þann 28. nóvember síðastliðinn að beiðni Íslandsdeildar sem í eiga sæti Guðfinna S. Bjarnadóttir, Ellert B. Schram og Steingrímur J. Sigfússon, sem átti frumkvæði að umræðunni og flutti málið á fundi stjórnarnefndarinnar. „Á stjórnarnefndarfundinum í nóvember kom fram stuðningur við gagnrýni Íslandsdeildar á aðgerðir breskra stjórnvalda sem halda má fram með rökum að hafi verið umfram meðalhóf og stórlega aukið efnahagsvanda þjóðarinnar," segir í tilkynningu frá Íslandsdeild þingsins. „Í framhaldi af stjórnarnefndarfundinum í nóvember og þeirri niðurstöðu að litlar líkur væru á því að íslenska ríkið gæti farið dómstólaleiðina ákvað Íslandsdeildin að fara þess á leit við framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins að málinu væri vísað bæði til laga- og mannréttindanefndar og efnahagsnefndar." Þessi tilmæli hafa verið samþykkt og nú munu nefndirnar skoða hvort bresk stjórnvöld hafi gengið of lagnt í aðgerðum sínum gagnvart Íslendingum og hvort bresku lögin byðu upp á misbeitingu á grundvelli þess hversu víðtæk þau eru. „Ef það verður niðurstaðan er það ósk Íslandsdeildar að gefin verði út tilmæli til allra 47 aðildarlanda Evrópuráðsins um að hryðjuverkalög verði endurskoðuð með það að markmiði að gera skýran greinarmun á lögum sem taka til baráttunnar gegn hryðjuverkum annars vegar og lögum sem ná til viðbragða gegn annars konar vá eins og ógn við efnahagslegan stöðugleika hins vegar," segir ennfremur. Slík tilmæli eru, að mati Íslandsdeildar, forsenda þess að beitingu hryðjuverkalaga verði settar meiri skorður og hafi þar með ekki ótilætlaðar afleiðingar eins og á Íslandi þar sem efnahagsvandi þjóðarinnar var aukinn stórlega með aðgerðum breskra stjórnvalda. Grein Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins má lesa í heild sinni í viðhengi. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Í dag samþykkti framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins beiðni Íslands um að sú aðgerð breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans í Bretlandi 8. október síðastliðinn yrði tekin til meðferðar bæði í laga- og mannréttindanefnd og efnahagsnefnd Evrópuráðsþingsins. Steingrímur J. Sigfússon á sæti í framkvæmdastjórninni og sótti fundinn sem fór fram í Barcelona. Eins og áður hefur verið greint frá voru aðgerðir breskra stjórnvalda ræddar á stjórnarnefndarfundi Evrópuráðsþingsins í Madríd þann 28. nóvember síðastliðinn að beiðni Íslandsdeildar sem í eiga sæti Guðfinna S. Bjarnadóttir, Ellert B. Schram og Steingrímur J. Sigfússon, sem átti frumkvæði að umræðunni og flutti málið á fundi stjórnarnefndarinnar. „Á stjórnarnefndarfundinum í nóvember kom fram stuðningur við gagnrýni Íslandsdeildar á aðgerðir breskra stjórnvalda sem halda má fram með rökum að hafi verið umfram meðalhóf og stórlega aukið efnahagsvanda þjóðarinnar," segir í tilkynningu frá Íslandsdeild þingsins. „Í framhaldi af stjórnarnefndarfundinum í nóvember og þeirri niðurstöðu að litlar líkur væru á því að íslenska ríkið gæti farið dómstólaleiðina ákvað Íslandsdeildin að fara þess á leit við framkvæmdastjórn Evrópuráðsþingsins að málinu væri vísað bæði til laga- og mannréttindanefndar og efnahagsnefndar." Þessi tilmæli hafa verið samþykkt og nú munu nefndirnar skoða hvort bresk stjórnvöld hafi gengið of lagnt í aðgerðum sínum gagnvart Íslendingum og hvort bresku lögin byðu upp á misbeitingu á grundvelli þess hversu víðtæk þau eru. „Ef það verður niðurstaðan er það ósk Íslandsdeildar að gefin verði út tilmæli til allra 47 aðildarlanda Evrópuráðsins um að hryðjuverkalög verði endurskoðuð með það að markmiði að gera skýran greinarmun á lögum sem taka til baráttunnar gegn hryðjuverkum annars vegar og lögum sem ná til viðbragða gegn annars konar vá eins og ógn við efnahagslegan stöðugleika hins vegar," segir ennfremur. Slík tilmæli eru, að mati Íslandsdeildar, forsenda þess að beitingu hryðjuverkalaga verði settar meiri skorður og hafi þar með ekki ótilætlaðar afleiðingar eins og á Íslandi þar sem efnahagsvandi þjóðarinnar var aukinn stórlega með aðgerðum breskra stjórnvalda. Grein Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins má lesa í heild sinni í viðhengi.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira