Missti vinnuna, konuna, íbúðina og stoltið Breki Logason skrifar 9. janúar 2009 13:39 Bjartmar Guðmundsson Bjartmar Guðmundsson er 34 ára gamall smiður sem lætur erfiðleika ekki stöðva sig. Fyrir nokkrum mánuðum vann hann við viðbyggingu á Egilshöll á milli þess sem hann dittaði að nýrri íbúð sem hann hafði keypti með eiginkonu sinni. Þau eiga átta mánaða gamlan son. Bjartmar hefur nú missti vinnuna, íbúðina, konuna og stoltið. Hann hefur gist á sófum hjá vinum og vandamönnum og betlar peninga hjá Félagsþjónustunni. „Ég er í sérstaklega slæmum málum," segir Bjartmar sem lýsir sjálfum sér sem ævintýramanni. Hann hefur komið víða við og starfaði meðal annars sem kokkur og hefur búið erlendis. Hann segist skulda tryggingargjald og því fái hann ekki atvinnuleysisbætur. Bjartmar og eiginkona hans keyptu sér íbúð á síðasta ári og eiga einn átta mánaða gamlan strák. Eftir að Bjartmar missti vinnuna við Egilshöll sótti hann um aðra byggingarvinnu, og fékk starfið. „Síðan þurfti hann að segja strax upp. Síðasta sumar setti ég smáauglýsingu í blaðið og sagðist geta bætt við mig vinnu, þá stoppaði ekki síminn en síðan byrjaði fólk bara að afpanta." Upp úr sambandi Bjartmars og eiginkonunnar slitnaði svo endanlega nú um áramótin. Þá fór hann út af heimilinu og hefur síðan sofið á sófum hjá vinum og kunningjum. „Ég hef líka verið hálf vannærður." Bjartmar hefur þurft að betla peninga frá félagsþjónustunni til þess að halda sér á floti. „Það reynir rosalega á stoltið. Ég baðst hálf partinn afsökunar," segir Bjartmar sem er ekki að sjá fram á að fá vinnu í bráð hér á landi. Um jólin datt honum síðan í hug að nýta hæfileika sína á sviði ljósmyndavinnslu. Hann hefur síðan þá verið að koma sér upp heimasíðu sem er nánast tilbúin en hann vill komast í samband við fólk sem þarf að láta laga gamlar myndir og endurbæta nýjar. „Ég hef verið að gera þetta fyrir hina og þessa í gegnum tíðina. Til dæmis hafa margar konur haft samband við mig sem eru nýbúnar að eignast börn. Þær eru þá oft fölar á myndunum og ég laga það. Ég reyndi að sækja um einhvverja vinnu í þessu en þar sem ég er ekki skólalærður gekk það ekki. Þetta er samt það sem ég vil vinna við," segir Bjartmar sem ekki hefur möguleika á að mennta sig. „Nei, ég er náttúrulega gjaldþrota og svo á ég fullt af börnum. Sjálfur á ég fimm börn og fyrrverandi kona mín var svo með eina stelpu. Ég hef engin tök á að gera neitt fyrir þau." Eins og fyrr segir hefur Bjartmar hug að á nýta kunnáttu sína og langar að komast í samband við fólk sem þarf að láta vinna gamlar myndir fyrir sig. Hægt er að nálgast Bjartmar í gegnum netfangið bjartmar1412@gmail.com Ítarlegt viðtal verður við Bjartmar í Íslandi í dag strax að loknum kvöldfréttum. Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira
Bjartmar Guðmundsson er 34 ára gamall smiður sem lætur erfiðleika ekki stöðva sig. Fyrir nokkrum mánuðum vann hann við viðbyggingu á Egilshöll á milli þess sem hann dittaði að nýrri íbúð sem hann hafði keypti með eiginkonu sinni. Þau eiga átta mánaða gamlan son. Bjartmar hefur nú missti vinnuna, íbúðina, konuna og stoltið. Hann hefur gist á sófum hjá vinum og vandamönnum og betlar peninga hjá Félagsþjónustunni. „Ég er í sérstaklega slæmum málum," segir Bjartmar sem lýsir sjálfum sér sem ævintýramanni. Hann hefur komið víða við og starfaði meðal annars sem kokkur og hefur búið erlendis. Hann segist skulda tryggingargjald og því fái hann ekki atvinnuleysisbætur. Bjartmar og eiginkona hans keyptu sér íbúð á síðasta ári og eiga einn átta mánaða gamlan strák. Eftir að Bjartmar missti vinnuna við Egilshöll sótti hann um aðra byggingarvinnu, og fékk starfið. „Síðan þurfti hann að segja strax upp. Síðasta sumar setti ég smáauglýsingu í blaðið og sagðist geta bætt við mig vinnu, þá stoppaði ekki síminn en síðan byrjaði fólk bara að afpanta." Upp úr sambandi Bjartmars og eiginkonunnar slitnaði svo endanlega nú um áramótin. Þá fór hann út af heimilinu og hefur síðan sofið á sófum hjá vinum og kunningjum. „Ég hef líka verið hálf vannærður." Bjartmar hefur þurft að betla peninga frá félagsþjónustunni til þess að halda sér á floti. „Það reynir rosalega á stoltið. Ég baðst hálf partinn afsökunar," segir Bjartmar sem er ekki að sjá fram á að fá vinnu í bráð hér á landi. Um jólin datt honum síðan í hug að nýta hæfileika sína á sviði ljósmyndavinnslu. Hann hefur síðan þá verið að koma sér upp heimasíðu sem er nánast tilbúin en hann vill komast í samband við fólk sem þarf að láta laga gamlar myndir og endurbæta nýjar. „Ég hef verið að gera þetta fyrir hina og þessa í gegnum tíðina. Til dæmis hafa margar konur haft samband við mig sem eru nýbúnar að eignast börn. Þær eru þá oft fölar á myndunum og ég laga það. Ég reyndi að sækja um einhvverja vinnu í þessu en þar sem ég er ekki skólalærður gekk það ekki. Þetta er samt það sem ég vil vinna við," segir Bjartmar sem ekki hefur möguleika á að mennta sig. „Nei, ég er náttúrulega gjaldþrota og svo á ég fullt af börnum. Sjálfur á ég fimm börn og fyrrverandi kona mín var svo með eina stelpu. Ég hef engin tök á að gera neitt fyrir þau." Eins og fyrr segir hefur Bjartmar hug að á nýta kunnáttu sína og langar að komast í samband við fólk sem þarf að láta vinna gamlar myndir fyrir sig. Hægt er að nálgast Bjartmar í gegnum netfangið bjartmar1412@gmail.com Ítarlegt viðtal verður við Bjartmar í Íslandi í dag strax að loknum kvöldfréttum.
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira