Missti vinnuna, konuna, íbúðina og stoltið Breki Logason skrifar 9. janúar 2009 13:39 Bjartmar Guðmundsson Bjartmar Guðmundsson er 34 ára gamall smiður sem lætur erfiðleika ekki stöðva sig. Fyrir nokkrum mánuðum vann hann við viðbyggingu á Egilshöll á milli þess sem hann dittaði að nýrri íbúð sem hann hafði keypti með eiginkonu sinni. Þau eiga átta mánaða gamlan son. Bjartmar hefur nú missti vinnuna, íbúðina, konuna og stoltið. Hann hefur gist á sófum hjá vinum og vandamönnum og betlar peninga hjá Félagsþjónustunni. „Ég er í sérstaklega slæmum málum," segir Bjartmar sem lýsir sjálfum sér sem ævintýramanni. Hann hefur komið víða við og starfaði meðal annars sem kokkur og hefur búið erlendis. Hann segist skulda tryggingargjald og því fái hann ekki atvinnuleysisbætur. Bjartmar og eiginkona hans keyptu sér íbúð á síðasta ári og eiga einn átta mánaða gamlan strák. Eftir að Bjartmar missti vinnuna við Egilshöll sótti hann um aðra byggingarvinnu, og fékk starfið. „Síðan þurfti hann að segja strax upp. Síðasta sumar setti ég smáauglýsingu í blaðið og sagðist geta bætt við mig vinnu, þá stoppaði ekki síminn en síðan byrjaði fólk bara að afpanta." Upp úr sambandi Bjartmars og eiginkonunnar slitnaði svo endanlega nú um áramótin. Þá fór hann út af heimilinu og hefur síðan sofið á sófum hjá vinum og kunningjum. „Ég hef líka verið hálf vannærður." Bjartmar hefur þurft að betla peninga frá félagsþjónustunni til þess að halda sér á floti. „Það reynir rosalega á stoltið. Ég baðst hálf partinn afsökunar," segir Bjartmar sem er ekki að sjá fram á að fá vinnu í bráð hér á landi. Um jólin datt honum síðan í hug að nýta hæfileika sína á sviði ljósmyndavinnslu. Hann hefur síðan þá verið að koma sér upp heimasíðu sem er nánast tilbúin en hann vill komast í samband við fólk sem þarf að láta laga gamlar myndir og endurbæta nýjar. „Ég hef verið að gera þetta fyrir hina og þessa í gegnum tíðina. Til dæmis hafa margar konur haft samband við mig sem eru nýbúnar að eignast börn. Þær eru þá oft fölar á myndunum og ég laga það. Ég reyndi að sækja um einhvverja vinnu í þessu en þar sem ég er ekki skólalærður gekk það ekki. Þetta er samt það sem ég vil vinna við," segir Bjartmar sem ekki hefur möguleika á að mennta sig. „Nei, ég er náttúrulega gjaldþrota og svo á ég fullt af börnum. Sjálfur á ég fimm börn og fyrrverandi kona mín var svo með eina stelpu. Ég hef engin tök á að gera neitt fyrir þau." Eins og fyrr segir hefur Bjartmar hug að á nýta kunnáttu sína og langar að komast í samband við fólk sem þarf að láta vinna gamlar myndir fyrir sig. Hægt er að nálgast Bjartmar í gegnum netfangið bjartmar1412@gmail.com Ítarlegt viðtal verður við Bjartmar í Íslandi í dag strax að loknum kvöldfréttum. Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Bjartmar Guðmundsson er 34 ára gamall smiður sem lætur erfiðleika ekki stöðva sig. Fyrir nokkrum mánuðum vann hann við viðbyggingu á Egilshöll á milli þess sem hann dittaði að nýrri íbúð sem hann hafði keypti með eiginkonu sinni. Þau eiga átta mánaða gamlan son. Bjartmar hefur nú missti vinnuna, íbúðina, konuna og stoltið. Hann hefur gist á sófum hjá vinum og vandamönnum og betlar peninga hjá Félagsþjónustunni. „Ég er í sérstaklega slæmum málum," segir Bjartmar sem lýsir sjálfum sér sem ævintýramanni. Hann hefur komið víða við og starfaði meðal annars sem kokkur og hefur búið erlendis. Hann segist skulda tryggingargjald og því fái hann ekki atvinnuleysisbætur. Bjartmar og eiginkona hans keyptu sér íbúð á síðasta ári og eiga einn átta mánaða gamlan strák. Eftir að Bjartmar missti vinnuna við Egilshöll sótti hann um aðra byggingarvinnu, og fékk starfið. „Síðan þurfti hann að segja strax upp. Síðasta sumar setti ég smáauglýsingu í blaðið og sagðist geta bætt við mig vinnu, þá stoppaði ekki síminn en síðan byrjaði fólk bara að afpanta." Upp úr sambandi Bjartmars og eiginkonunnar slitnaði svo endanlega nú um áramótin. Þá fór hann út af heimilinu og hefur síðan sofið á sófum hjá vinum og kunningjum. „Ég hef líka verið hálf vannærður." Bjartmar hefur þurft að betla peninga frá félagsþjónustunni til þess að halda sér á floti. „Það reynir rosalega á stoltið. Ég baðst hálf partinn afsökunar," segir Bjartmar sem er ekki að sjá fram á að fá vinnu í bráð hér á landi. Um jólin datt honum síðan í hug að nýta hæfileika sína á sviði ljósmyndavinnslu. Hann hefur síðan þá verið að koma sér upp heimasíðu sem er nánast tilbúin en hann vill komast í samband við fólk sem þarf að láta laga gamlar myndir og endurbæta nýjar. „Ég hef verið að gera þetta fyrir hina og þessa í gegnum tíðina. Til dæmis hafa margar konur haft samband við mig sem eru nýbúnar að eignast börn. Þær eru þá oft fölar á myndunum og ég laga það. Ég reyndi að sækja um einhvverja vinnu í þessu en þar sem ég er ekki skólalærður gekk það ekki. Þetta er samt það sem ég vil vinna við," segir Bjartmar sem ekki hefur möguleika á að mennta sig. „Nei, ég er náttúrulega gjaldþrota og svo á ég fullt af börnum. Sjálfur á ég fimm börn og fyrrverandi kona mín var svo með eina stelpu. Ég hef engin tök á að gera neitt fyrir þau." Eins og fyrr segir hefur Bjartmar hug að á nýta kunnáttu sína og langar að komast í samband við fólk sem þarf að láta vinna gamlar myndir fyrir sig. Hægt er að nálgast Bjartmar í gegnum netfangið bjartmar1412@gmail.com Ítarlegt viðtal verður við Bjartmar í Íslandi í dag strax að loknum kvöldfréttum.
Mest lesið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Gítarleikari The Cure er látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein