Lífið

Selja ferðamönnum fjallaloft í dósum

Að sögn Telmu og Ásdísar þykir ferðamönnum fjallaloftið vera skemmtilegur minjagripur. 
fréttablaðið/anton
Að sögn Telmu og Ásdísar þykir ferðamönnum fjallaloftið vera skemmtilegur minjagripur. fréttablaðið/anton

Það virðist vera ýmislegt sem hægt er að selja erlendum ferðamönnum hér á landi, þess á meðal er dós full af íslensku fjallalofti.

„Þetta selst alveg, og hefur til dæmis verið að seljast mjög vel uppi við Geysi. Fólkið sem kaupir þetta er á öllum aldri og ég held að það kaupi þetta fyrst og fremst af því að því finnst húmor í þessu. Flestir koma flissandi að búðarborðinu þegar þeir ætla að borga,“ segir Telma Geirsdóttir, starfsmaður í minjagripaversluninni Lundanum á Skólavörðustíg.

Aðspurð segir hún loftið vera fjallaloft og kostar dósin 1.060 krónur. „Samkvæmt upplýsingunum á dósinni er loftið frá Heklu, en ég veit ekki hvort það sé satt og rétt,“ segir Telma. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.