Lífið

Fullt út úr dyrum á Jazzhátíð

Pétur Grétarsson (í miðjunni) ásamt hópi íslenskra djassspilara sem spila á hátíðinni í ár.
fréttablaðið/gva
Pétur Grétarsson (í miðjunni) ásamt hópi íslenskra djassspilara sem spila á hátíðinni í ár. fréttablaðið/gva

„Þetta hefur gengið alveg hreint glimrandi,“ segir Pétur Grétarsson, skipuleggjandi Jazzhátíðar Reykjavíkur. „Fyrsta vikan er að klárast. Við höfum oft verið dálítið seinir í gang en núna startaði hún með miklum látum. Við erum alveg búnir að sprengja utan af okkur Rosenberg.“

Þetta er þriðja árið í röð sem Pétur stjórnar hátíðinni og segir hann viðbrögðin í ár þau bestu hingað til. „Við erum að selja aðgangspassa og fólk nýtir þá mjög vel. Það er ótrúlega gaman fyrir okkar listamenn að hafa svona fjölsótta tónleika.“

Hátíðin stendur yfir í þrjár vikur til viðbótar. Í kvöld verða fyrstu stóru tónleikarnir þar sem sannkölluð gítarveisla verður haldin á Nasa. Á meðal þeirra sem stíga þar á svið eru Hilmar Jensson ásamt franska gítarleikaranum Marc Ducret og bandaríska trommaranum Jim Black, Björn Thoroddsen, með sænska gítarsnillingnum Ulf Wakenius, og Guðmundur Pétursson ásamt hljómsveit. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.