Indverskir kvikmyndagerðarmenn flykkjast til Íslands 21. ágúst 2009 07:00 Stórstjörnur frá Tollywood Trisha Krishnan er einhver vinsælasta leikkona Tollywood og hún er hér á landi að taka upp tónlistarmyndband fyrir nýjustu kvikmynd sína. Grétar Örvarsson er að sjálfsögðu leiðangursstjóri Indverjanna en þeir virðast vera áhugasamir um að koma hingað til Íslands og taka upp efni fyrir kvikmyndir sínar. „Þetta fólk er miklar stjörnur í sínu heimalandi. En er algjörlega laust við stjörnustæla," segir Elísabet Agnarsdóttir hjá Jöklum ehf. en hún hefur vart undan að taka við fyrirspurnum frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum sem vilja ólmir koma til landsins og taka upp efni fyrir kvikmyndir sínar. Á landinu er nú staddur nokkuð stór hópur frá Tollywood til að taka tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndina Namo Venkatesa í leikstjórn Srinus Vytla. Sem sagt hvorki Bollywood - sem er hvað frægast - né Kollywood en tökulið frá því héraði var statt hér á landi fyrir skemmstu eins og Fréttablaðið greindi frá. Tollywood er gælunafn yfir kvikmyndir frá Andhra Pradesh-héraðinu á Indlandi. Þar er töluð sérstök mállýska sem heitir Telegu og Tollywood dregur nafn sitt af. Tollywood á nokkur heimsmet í heimsmetabók Guinness, þar eru meðal annars framleiddar flestar kvikmyndir í heiminum á ári hverju og þar býr einnig sá leikari sem hefur leikið í flestum kvikmyndum í öllum heiminum eða alls 750. Þar er einnig stærsta kvikmyndaver í heimi og í Andhra Pradesh eru flest kvikmyndahús á Indlandi ef marka má wikipediu. Og hér á landi eru sem sagt tvær af skærustu stjörnum Tollywood; Venkatesh Daggubati, sem er margverðlaunaður leikari og nýtur mikillar hylli í Tollywood-kvikmyndageiranum, og svo Trisha Krishnan, einhver helsta þokkadís þessarar kvikmyndagerðar en móðir hennar er með í för og passar upp á að allt sé örugglega með felldu. Hópurinn frá Tollywood, sem er um tuttugu manns, hefur verið hér í heila viku og tekið upp efni fyrir tvö myndbönd við Skógafoss, Seljalandsfoss, Reynisdranga og Jökulsárlón, svo fátt eitt sé nefnt. Þau hafa reyndar verið á ferðalagi um alla Evrópu síðustu tuttugu daga til að taka upp borgarsenur fyrir myndina en Ísland leikur síðan aðalhlutverkið í tónlistarmyndböndunum. Elísabet segir að vinnulagið sé ekkert öðruvísi en það sem viðhaft var þegar Kollywood-liðið var hér á landi. Unnið sé frá morgni til kvölds. Reyndar gekk ekki allt eins og í sögu því tollurinn hleypti ekki öllum töskum Tollywood-fólksins í gegn og því varð uppi fótur og fit þegar einn kjóllinn varð eftir í Keflavík. Spurð hvort svona sparsamir kvikmyndagerðarmenn, sem setja það ekki fyrir sig að deila herbergjum, skili einhverjum gjaldeyri til landsins segir Elísabet svo vera. „Þetta eru einhverjir peningar." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Þetta fólk er miklar stjörnur í sínu heimalandi. En er algjörlega laust við stjörnustæla," segir Elísabet Agnarsdóttir hjá Jöklum ehf. en hún hefur vart undan að taka við fyrirspurnum frá indverskum kvikmyndagerðarmönnum sem vilja ólmir koma til landsins og taka upp efni fyrir kvikmyndir sínar. Á landinu er nú staddur nokkuð stór hópur frá Tollywood til að taka tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndina Namo Venkatesa í leikstjórn Srinus Vytla. Sem sagt hvorki Bollywood - sem er hvað frægast - né Kollywood en tökulið frá því héraði var statt hér á landi fyrir skemmstu eins og Fréttablaðið greindi frá. Tollywood er gælunafn yfir kvikmyndir frá Andhra Pradesh-héraðinu á Indlandi. Þar er töluð sérstök mállýska sem heitir Telegu og Tollywood dregur nafn sitt af. Tollywood á nokkur heimsmet í heimsmetabók Guinness, þar eru meðal annars framleiddar flestar kvikmyndir í heiminum á ári hverju og þar býr einnig sá leikari sem hefur leikið í flestum kvikmyndum í öllum heiminum eða alls 750. Þar er einnig stærsta kvikmyndaver í heimi og í Andhra Pradesh eru flest kvikmyndahús á Indlandi ef marka má wikipediu. Og hér á landi eru sem sagt tvær af skærustu stjörnum Tollywood; Venkatesh Daggubati, sem er margverðlaunaður leikari og nýtur mikillar hylli í Tollywood-kvikmyndageiranum, og svo Trisha Krishnan, einhver helsta þokkadís þessarar kvikmyndagerðar en móðir hennar er með í för og passar upp á að allt sé örugglega með felldu. Hópurinn frá Tollywood, sem er um tuttugu manns, hefur verið hér í heila viku og tekið upp efni fyrir tvö myndbönd við Skógafoss, Seljalandsfoss, Reynisdranga og Jökulsárlón, svo fátt eitt sé nefnt. Þau hafa reyndar verið á ferðalagi um alla Evrópu síðustu tuttugu daga til að taka upp borgarsenur fyrir myndina en Ísland leikur síðan aðalhlutverkið í tónlistarmyndböndunum. Elísabet segir að vinnulagið sé ekkert öðruvísi en það sem viðhaft var þegar Kollywood-liðið var hér á landi. Unnið sé frá morgni til kvölds. Reyndar gekk ekki allt eins og í sögu því tollurinn hleypti ekki öllum töskum Tollywood-fólksins í gegn og því varð uppi fótur og fit þegar einn kjóllinn varð eftir í Keflavík. Spurð hvort svona sparsamir kvikmyndagerðarmenn, sem setja það ekki fyrir sig að deila herbergjum, skili einhverjum gjaldeyri til landsins segir Elísabet svo vera. „Þetta eru einhverjir peningar." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira