Innlent

Spara má þúsundir króna með því að dæla bensíni sjálfur

Kristín María Birgisdóttir skrifar
Hægt er að spara tæpar sautján þúsund krónur á ári í bensínkostnað ef fólk dælir sjálft. Fimm krónur leggjast ofan á auglýst bensínverð hjá olíufélögunum ef viðskiptavinirnir vilja fá þjónustu við verkið.

Eftir að olíufélögin hækkuðu verð á bensíni og olíu í síðustu viku er meðalverð á bensínlítra um 185 krónur. Dæli maður ekki sjálfur á þeim stöðum þar sem hægt er að fá þjónustu leggjast fimm krónur aukalega á bensínlítrann.

Viðskiptavinur Olís sem fréttastofa ræddi við var ósáttur þegar hann sá að bensínlítrinn kostaði 190 krónur með þjónustu. Þá lýsti hann furðu sinni á að upplýsingar um þennan aukakostnað væru hvergi sjáanlegar.

Heildarverð á 54 lítrum var 10.397 krónur. Hefði viðkomandi dælt sjálfur hefði hann sparað rúmar 350 krónur. Sé bílinn fylltur af bensíni fjórum sinnum í mánuði má spara 16.800 krónur á ári noti maður sjálfsafgreiðslu og ef bensínverð helst óbreytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×