Lífið

Rokkað fram á nótt

Rokkabilly Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir leika fyrir dansi í kvöld.
Rokkabilly Hljómsveitin Langi Seli og Skuggarnir leika fyrir dansi í kvöld.

Sérstakt rokkabilly-kvöld verður haldið á skemmtistaðnum Q-bar í Ingólfsstræti í kvöld. Hljómsveitin Langi Seli og skuggarnir munu leika lifandi tónlist fyrir gesti og því næst mun plötusnúðurinn Curver þeyta skífum langt inn í nóttina. Rósa Birgitta Ísfeld söngkona er skipuleggjandi kvöldsins og hvetur fólk eindregið til að mæta uppstrílað í anda rokkabilly-tískunnar til að skapa stemningu. „Strákarnir eiga að mæta gelaðir í gallabuxum og stelpurnar í pilsum og með túberað hár í anda Grease,“ segir hún.

Skemmtunin hefst klukkan 22.00 og stendur fram á nótt. Aðgangseyrir er 1000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.