Jackson-aðdáendur vilja hjálpa Palla 11. júlí 2009 04:00 Páll Óskar hefur fengið símtöl og tölvupósta frá æstum Jackson-aðdáendum sem vilja ólmir leggja sitt af mörkum. Eins og kom fram í fjölmiðlum nýverið blæs Páll Óskar Hjálmtýsson til mikillar Michael Jackson-veislu á Nasa í kvöld þar sem hann tekur mörg af þekktustu lögum poppguðsins ásamt Jagúar og þeim Seth Sharp og Alan Jones. Þá mun Yasmine Olsen ásamt fríðum flokki dansara endurskapa bæði Thriller og Smooth Criminal og Páll mun síðan þeyta Jackson-skífum alla nóttina. Allur ágóði tónleikanna rennur til Barnaspítala Hringsins en bæði tónlistarmenn og tæknimenn gefa vinnu sína. Fréttin um þetta kvöld virðist hafa hreyft við Jackson-aðdáendum um allt Ísland því þeir hafa verið duglegir við að hringja í Páll og bjóða fram aðstoð sína. „Og svo eru margir sem hafa komið með svokölluð „bootlegg“-upptökur og mix sem hafa aldrei heyrst áður,“ segir Páll en „bootlegg“ eru ólöglegar upptökur af tónleikum. Páll hyggst spila þessar upptökur þannig að gestir og gangandi fá að heyra tónlistina á algjörlega nýjum nótum. Páll er ekki í vafa um að arfleifð Michaels eigi eftir standast tímans tönn og spáir því að hann eigi eftir að verða hæst launaði látni listamaðurinn, slái þar sjálfum Elvis Presley við. „Annars er maður bara uppgefinn eftir æfingarnar með Jagúar, ég verð bara að finna tíma á sunnudaginn til að hvíla mig,“ segir Páll. Veislan hefst klukkan 23.00 og er, eins og áður segir, á Nasa. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira
Eins og kom fram í fjölmiðlum nýverið blæs Páll Óskar Hjálmtýsson til mikillar Michael Jackson-veislu á Nasa í kvöld þar sem hann tekur mörg af þekktustu lögum poppguðsins ásamt Jagúar og þeim Seth Sharp og Alan Jones. Þá mun Yasmine Olsen ásamt fríðum flokki dansara endurskapa bæði Thriller og Smooth Criminal og Páll mun síðan þeyta Jackson-skífum alla nóttina. Allur ágóði tónleikanna rennur til Barnaspítala Hringsins en bæði tónlistarmenn og tæknimenn gefa vinnu sína. Fréttin um þetta kvöld virðist hafa hreyft við Jackson-aðdáendum um allt Ísland því þeir hafa verið duglegir við að hringja í Páll og bjóða fram aðstoð sína. „Og svo eru margir sem hafa komið með svokölluð „bootlegg“-upptökur og mix sem hafa aldrei heyrst áður,“ segir Páll en „bootlegg“ eru ólöglegar upptökur af tónleikum. Páll hyggst spila þessar upptökur þannig að gestir og gangandi fá að heyra tónlistina á algjörlega nýjum nótum. Páll er ekki í vafa um að arfleifð Michaels eigi eftir standast tímans tönn og spáir því að hann eigi eftir að verða hæst launaði látni listamaðurinn, slái þar sjálfum Elvis Presley við. „Annars er maður bara uppgefinn eftir æfingarnar með Jagúar, ég verð bara að finna tíma á sunnudaginn til að hvíla mig,“ segir Páll. Veislan hefst klukkan 23.00 og er, eins og áður segir, á Nasa.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Sjá meira