Innlent

Var aðallega í gríni gert

Þrjár kynslóðir í beinan karllegg auglýsa bjór í Þýskalandi. Myndin var keypt af auglýsingastofu sem skoðaði flickr-síðu Braga. Höndunum var bætt inn af auglýsingastofunni.
Þrjár kynslóðir í beinan karllegg auglýsa bjór í Þýskalandi. Myndin var keypt af auglýsingastofu sem skoðaði flickr-síðu Braga. Höndunum var bætt inn af auglýsingastofunni.

Á litlu svæði nálægt Frankfurt í Þýskalandi getur að líta nokkuð stórt auglýsingaskilti sem auglýsir bjórtegundina Pfungstädter. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að á skiltinu má sjá þrjár kynslóðir frægra íslenska karlmanna.

Lengst til vinstri er Bragi Bergþórsson, einn efnilegasti tenórsöngvari landsins, Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri, er fyrir miðju og Bergþór Pálsson baritónsöngvari lengst til hægri. Bragi er sonur Bergþórs og barnabarn Páls.

„Ég tók þessa mynd fyrir tveimur árum og svo hafði auglýsingastofa samband við mig og vildi kaupa myndina eftir að hún sá hana á flickr-heimasíðunni minni,“ segir Bragi Bergþórsson, tenórsöngvari og sá yngsti í karlleggnum.

Segist hann ekki vilja gefa upp verðið sem hann seldi myndina á en segir þetta aðallega hafa verið í gríni gert. Þess ber að geta að Páll hélt ekki á bjórflösku við myndatökuna. Hönd hans var bætt inn á síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×