Innlent

Átti að spila á tónleikum um kvöldið

Helgi Björnsson
Helgi Björnsson

„Þetta lítur hrikalega út. Húsið er brunnið til ösku,“ sagði Helgi Björnsson tónlistarmaður þegar blaðamaður talaði við hann síðdegis í gær.

Helgi átti ásamt hljómsveit að halda tónleika á föstudögum í allt sumar.

„Þetta leit rosalega vel út. Hér streymdi fólk að og það var æðislegt veður. Allt stefndi í yndislegt kvöld,“ segir Helgi en hljómsveitin átti að spila á tónleikum um kvöldið.

„Þetta var eins og bálköstur þegar ég kom um hálffimm. Mjög sorglegt er að missa þetta frábæra hús.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×