Segja marga ágalla á seðlabankafrumvarpi Björn Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2009 06:00 Þingmenn Samfylkingarinnar kepptust við að láta setja sig á mælendaskrá í þinginu í gær. Vísir/GVA alþingi Án þess að vera nefndur á nafn var Davíð Oddsson oft miðpunktur þingumræðna um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um Seðlabankann í gær. Sjálfstæðismenn eru sannfærðir um að málið sé aðeins fram komið til að losna við Davíð úr bankanum og tjáðu þeir þá skoðun sína ýmist undir rós eða án vífi-lengja. Stjórnarliðar, og þá einkum þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu á hinn bóginn svo ekki vera; málið snúist ekki um einstaka persónur heldur endurreisn trausts Seðlabankans og um leið íslensks efnahagskerfis. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra mælti fyrir frumvarpinu sem í stuttu máli snýst um að einn bankastjóri sé við Seðlabankann og við hann starfi sérstakt peningastefnuráð er fari með vaxtaákvarðanir og fleiri helstu stjórntæki bankans. Sagði hún að traust á íslensku peningamálakerfi hefði beðið hnekki og að gífurlegir hagsmunir væru fólgnir í að endurvekja það. Birgir Ármannsson fór fyrir sjálfstæðismönnum í umræðunni og gerði margvíslegar athugasemdir. Hann sagði augljóst að vinnubrögð við frumvarpssmíðina hefðu ekki verið fagleg og kallaði eftir upplýsingum um hvaða sérfræðinga ríkisstjórnin hefði kallað til sér til aðstoðar. Svör stjórnarliða við þessum gagnrýnisorðum voru einfaldlega þau að frumvarpið væri faglegt og að leitað hefði verið til færustu sérfræðinga. Birgir og samflokksmenn hans furðuðu sig á að meðal hæfisskilyrða seðlabankastjóra væri meistarapróf í hagfræði og bentu á að margvísleg önnur menntun gagnaðist í starfið. Þeir undruðust að ekkert væri minnst á peningamálastefnu bankans og bentu líka á að við fyrri breytingar á lögum um Seðlabanka hefði víðtæks pólitísks samráðs verið leitað. Slíku væri ekki að heilsa nú. Samfylkingarmenn vörðu frumvarpið en viðurkenndu um leið að um það þyrfti að fjalla vel og ítarlega í meðförum nefndar. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, marglýsti hneykslan sinni á bréfi því sem forsætisráðherra sendi seðlabankastjórunum fyrr í vikunni þar sem hún tjáði þeim að lagabreyting væri í farvatninu og bað þá um að víkja. Innti hann flesta ræðumenn álits á slíkum vinnubrögðum sem hann taldi forkastanleg. Stjórnarliðar voru á einu máli um að bréfasendingin hefði verið eðlileg. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
alþingi Án þess að vera nefndur á nafn var Davíð Oddsson oft miðpunktur þingumræðna um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um Seðlabankann í gær. Sjálfstæðismenn eru sannfærðir um að málið sé aðeins fram komið til að losna við Davíð úr bankanum og tjáðu þeir þá skoðun sína ýmist undir rós eða án vífi-lengja. Stjórnarliðar, og þá einkum þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu á hinn bóginn svo ekki vera; málið snúist ekki um einstaka persónur heldur endurreisn trausts Seðlabankans og um leið íslensks efnahagskerfis. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra mælti fyrir frumvarpinu sem í stuttu máli snýst um að einn bankastjóri sé við Seðlabankann og við hann starfi sérstakt peningastefnuráð er fari með vaxtaákvarðanir og fleiri helstu stjórntæki bankans. Sagði hún að traust á íslensku peningamálakerfi hefði beðið hnekki og að gífurlegir hagsmunir væru fólgnir í að endurvekja það. Birgir Ármannsson fór fyrir sjálfstæðismönnum í umræðunni og gerði margvíslegar athugasemdir. Hann sagði augljóst að vinnubrögð við frumvarpssmíðina hefðu ekki verið fagleg og kallaði eftir upplýsingum um hvaða sérfræðinga ríkisstjórnin hefði kallað til sér til aðstoðar. Svör stjórnarliða við þessum gagnrýnisorðum voru einfaldlega þau að frumvarpið væri faglegt og að leitað hefði verið til færustu sérfræðinga. Birgir og samflokksmenn hans furðuðu sig á að meðal hæfisskilyrða seðlabankastjóra væri meistarapróf í hagfræði og bentu á að margvísleg önnur menntun gagnaðist í starfið. Þeir undruðust að ekkert væri minnst á peningamálastefnu bankans og bentu líka á að við fyrri breytingar á lögum um Seðlabanka hefði víðtæks pólitísks samráðs verið leitað. Slíku væri ekki að heilsa nú. Samfylkingarmenn vörðu frumvarpið en viðurkenndu um leið að um það þyrfti að fjalla vel og ítarlega í meðförum nefndar. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, marglýsti hneykslan sinni á bréfi því sem forsætisráðherra sendi seðlabankastjórunum fyrr í vikunni þar sem hún tjáði þeim að lagabreyting væri í farvatninu og bað þá um að víkja. Innti hann flesta ræðumenn álits á slíkum vinnubrögðum sem hann taldi forkastanleg. Stjórnarliðar voru á einu máli um að bréfasendingin hefði verið eðlileg.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira