Segja marga ágalla á seðlabankafrumvarpi Björn Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2009 06:00 Þingmenn Samfylkingarinnar kepptust við að láta setja sig á mælendaskrá í þinginu í gær. Vísir/GVA alþingi Án þess að vera nefndur á nafn var Davíð Oddsson oft miðpunktur þingumræðna um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um Seðlabankann í gær. Sjálfstæðismenn eru sannfærðir um að málið sé aðeins fram komið til að losna við Davíð úr bankanum og tjáðu þeir þá skoðun sína ýmist undir rós eða án vífi-lengja. Stjórnarliðar, og þá einkum þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu á hinn bóginn svo ekki vera; málið snúist ekki um einstaka persónur heldur endurreisn trausts Seðlabankans og um leið íslensks efnahagskerfis. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra mælti fyrir frumvarpinu sem í stuttu máli snýst um að einn bankastjóri sé við Seðlabankann og við hann starfi sérstakt peningastefnuráð er fari með vaxtaákvarðanir og fleiri helstu stjórntæki bankans. Sagði hún að traust á íslensku peningamálakerfi hefði beðið hnekki og að gífurlegir hagsmunir væru fólgnir í að endurvekja það. Birgir Ármannsson fór fyrir sjálfstæðismönnum í umræðunni og gerði margvíslegar athugasemdir. Hann sagði augljóst að vinnubrögð við frumvarpssmíðina hefðu ekki verið fagleg og kallaði eftir upplýsingum um hvaða sérfræðinga ríkisstjórnin hefði kallað til sér til aðstoðar. Svör stjórnarliða við þessum gagnrýnisorðum voru einfaldlega þau að frumvarpið væri faglegt og að leitað hefði verið til færustu sérfræðinga. Birgir og samflokksmenn hans furðuðu sig á að meðal hæfisskilyrða seðlabankastjóra væri meistarapróf í hagfræði og bentu á að margvísleg önnur menntun gagnaðist í starfið. Þeir undruðust að ekkert væri minnst á peningamálastefnu bankans og bentu líka á að við fyrri breytingar á lögum um Seðlabanka hefði víðtæks pólitísks samráðs verið leitað. Slíku væri ekki að heilsa nú. Samfylkingarmenn vörðu frumvarpið en viðurkenndu um leið að um það þyrfti að fjalla vel og ítarlega í meðförum nefndar. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, marglýsti hneykslan sinni á bréfi því sem forsætisráðherra sendi seðlabankastjórunum fyrr í vikunni þar sem hún tjáði þeim að lagabreyting væri í farvatninu og bað þá um að víkja. Innti hann flesta ræðumenn álits á slíkum vinnubrögðum sem hann taldi forkastanleg. Stjórnarliðar voru á einu máli um að bréfasendingin hefði verið eðlileg. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
alþingi Án þess að vera nefndur á nafn var Davíð Oddsson oft miðpunktur þingumræðna um frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á lögum um Seðlabankann í gær. Sjálfstæðismenn eru sannfærðir um að málið sé aðeins fram komið til að losna við Davíð úr bankanum og tjáðu þeir þá skoðun sína ýmist undir rós eða án vífi-lengja. Stjórnarliðar, og þá einkum þingmenn Samfylkingarinnar, sögðu á hinn bóginn svo ekki vera; málið snúist ekki um einstaka persónur heldur endurreisn trausts Seðlabankans og um leið íslensks efnahagskerfis. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-ráðherra mælti fyrir frumvarpinu sem í stuttu máli snýst um að einn bankastjóri sé við Seðlabankann og við hann starfi sérstakt peningastefnuráð er fari með vaxtaákvarðanir og fleiri helstu stjórntæki bankans. Sagði hún að traust á íslensku peningamálakerfi hefði beðið hnekki og að gífurlegir hagsmunir væru fólgnir í að endurvekja það. Birgir Ármannsson fór fyrir sjálfstæðismönnum í umræðunni og gerði margvíslegar athugasemdir. Hann sagði augljóst að vinnubrögð við frumvarpssmíðina hefðu ekki verið fagleg og kallaði eftir upplýsingum um hvaða sérfræðinga ríkisstjórnin hefði kallað til sér til aðstoðar. Svör stjórnarliða við þessum gagnrýnisorðum voru einfaldlega þau að frumvarpið væri faglegt og að leitað hefði verið til færustu sérfræðinga. Birgir og samflokksmenn hans furðuðu sig á að meðal hæfisskilyrða seðlabankastjóra væri meistarapróf í hagfræði og bentu á að margvísleg önnur menntun gagnaðist í starfið. Þeir undruðust að ekkert væri minnst á peningamálastefnu bankans og bentu líka á að við fyrri breytingar á lögum um Seðlabanka hefði víðtæks pólitísks samráðs verið leitað. Slíku væri ekki að heilsa nú. Samfylkingarmenn vörðu frumvarpið en viðurkenndu um leið að um það þyrfti að fjalla vel og ítarlega í meðförum nefndar. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, marglýsti hneykslan sinni á bréfi því sem forsætisráðherra sendi seðlabankastjórunum fyrr í vikunni þar sem hún tjáði þeim að lagabreyting væri í farvatninu og bað þá um að víkja. Innti hann flesta ræðumenn álits á slíkum vinnubrögðum sem hann taldi forkastanleg. Stjórnarliðar voru á einu máli um að bréfasendingin hefði verið eðlileg.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira