Samfylkingin heldur landsfund sinn í Smáranum í Kópavogi helgina 26. -29. mars.
Nú stendur yfir Framtíðarþing Samfylkingarinnar og segir Skúli Helgason framkvæmdastjóri flokksins að það sé lokaundirbúningur fyrir landsfundinn. Skúli segir að um 300 manns séu á Framtíðarþinginu sem lýkur um þrjúleytið í dag með ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.
Sjálfstæðismenn höfðu áður ákveðið að halda landsfund sinn þennan sama dag.
Landsfundur verður síðustu helgina í mars
