Milljónatjón vegna mótmælanna í gær 1. janúar 2009 13:24 Ari Edwald forstjóri 365. Ari Edwald forstjóri 365 segist ekki vera með nákvæma tölu yfir það tjón sem fyrirtækið varð fyrir í gær vegna mótmælanna við Hótel Borg. Það sé þó ljóst að skemmdir á búnaði og röskun á tekjuöflun hlaupi á milljónum. Hann segir fyrirtækið ætla að skoða í hvaða stöðu það sé gagnvart skemmdarvörgunum. Hann spyr hversu lengi lögreglan geti tekið grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Ég er nú ekki með nákvæma tölu en þetta er annarsvegar búnaður sem verður fyrir skemmdum og þarf að laga í dag svo hann verði tilbúinn á morgun. Hinsvegar er þetta röskun á tekjuöflun. Þetta er margþætt tjón sem við höfum ekki lagt mat á enda kannski ekki forgangsmál í dag að klára það. En við munum skoða þetta og í hvaða stöðu við erum gagnvart þessum skemmdarvörgum. Ef það tekst að greina hverjir það eru sem eiga þar í hlut munum við reyna að leita eftir ábyrgð hjá slíkum gerendum," segir Ari. Hann gagnrýnir lögreglu sem hann segir hafa gripið of seint inn í og spyr hvað þurfi að gerast til þess að menn fari að líta þessa stöðu alvarlegum augum. „Þetta er hætt að snúast um fólk sem er að koma skoðunum sínum á framfæri. Þegar maður horfir á myndbandið á Vísi þá er augljóst að þetta er farið að snúast meira um fólk sem sogast að þessari „action". Fólk sem hleypur til þegar verið að berja og brjóta. Eins og ég sagði í áramótagrein minni í Markaðnum þá hef ég haft almennar áhyggjur af því hvert við erum að stefna," segir Ari og vitnar í orð sín þar um hversu lengi lögreglan taki á grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Þetta er auðvitað komið út fyrir allt það sem fólk getur sætt sig við sem býr í eðlilegu samfélagi. Þetta er erfið lífsreynsla fyrir alla þá sem lenda í svona, ekki bara fyrir þá sem urðu fyrir líkamstjóni. Fólk er mjög slegið." Tengdar fréttir Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31. desember 2008 13:56 Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31. desember 2008 14:48 Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 1. janúar 2009 10:18 Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31. desember 2008 16:18 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Ari Edwald forstjóri 365 segist ekki vera með nákvæma tölu yfir það tjón sem fyrirtækið varð fyrir í gær vegna mótmælanna við Hótel Borg. Það sé þó ljóst að skemmdir á búnaði og röskun á tekjuöflun hlaupi á milljónum. Hann segir fyrirtækið ætla að skoða í hvaða stöðu það sé gagnvart skemmdarvörgunum. Hann spyr hversu lengi lögreglan geti tekið grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Ég er nú ekki með nákvæma tölu en þetta er annarsvegar búnaður sem verður fyrir skemmdum og þarf að laga í dag svo hann verði tilbúinn á morgun. Hinsvegar er þetta röskun á tekjuöflun. Þetta er margþætt tjón sem við höfum ekki lagt mat á enda kannski ekki forgangsmál í dag að klára það. En við munum skoða þetta og í hvaða stöðu við erum gagnvart þessum skemmdarvörgum. Ef það tekst að greina hverjir það eru sem eiga þar í hlut munum við reyna að leita eftir ábyrgð hjá slíkum gerendum," segir Ari. Hann gagnrýnir lögreglu sem hann segir hafa gripið of seint inn í og spyr hvað þurfi að gerast til þess að menn fari að líta þessa stöðu alvarlegum augum. „Þetta er hætt að snúast um fólk sem er að koma skoðunum sínum á framfæri. Þegar maður horfir á myndbandið á Vísi þá er augljóst að þetta er farið að snúast meira um fólk sem sogast að þessari „action". Fólk sem hleypur til þegar verið að berja og brjóta. Eins og ég sagði í áramótagrein minni í Markaðnum þá hef ég haft almennar áhyggjur af því hvert við erum að stefna," segir Ari og vitnar í orð sín þar um hversu lengi lögreglan taki á grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Þetta er auðvitað komið út fyrir allt það sem fólk getur sætt sig við sem býr í eðlilegu samfélagi. Þetta er erfið lífsreynsla fyrir alla þá sem lenda í svona, ekki bara fyrir þá sem urðu fyrir líkamstjóni. Fólk er mjög slegið."
Tengdar fréttir Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31. desember 2008 13:56 Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31. desember 2008 14:48 Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 1. janúar 2009 10:18 Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31. desember 2008 16:18 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31. desember 2008 13:56
Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31. desember 2008 14:48
Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 1. janúar 2009 10:18
Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31. desember 2008 16:18