Milljónatjón vegna mótmælanna í gær 1. janúar 2009 13:24 Ari Edwald forstjóri 365. Ari Edwald forstjóri 365 segist ekki vera með nákvæma tölu yfir það tjón sem fyrirtækið varð fyrir í gær vegna mótmælanna við Hótel Borg. Það sé þó ljóst að skemmdir á búnaði og röskun á tekjuöflun hlaupi á milljónum. Hann segir fyrirtækið ætla að skoða í hvaða stöðu það sé gagnvart skemmdarvörgunum. Hann spyr hversu lengi lögreglan geti tekið grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Ég er nú ekki með nákvæma tölu en þetta er annarsvegar búnaður sem verður fyrir skemmdum og þarf að laga í dag svo hann verði tilbúinn á morgun. Hinsvegar er þetta röskun á tekjuöflun. Þetta er margþætt tjón sem við höfum ekki lagt mat á enda kannski ekki forgangsmál í dag að klára það. En við munum skoða þetta og í hvaða stöðu við erum gagnvart þessum skemmdarvörgum. Ef það tekst að greina hverjir það eru sem eiga þar í hlut munum við reyna að leita eftir ábyrgð hjá slíkum gerendum," segir Ari. Hann gagnrýnir lögreglu sem hann segir hafa gripið of seint inn í og spyr hvað þurfi að gerast til þess að menn fari að líta þessa stöðu alvarlegum augum. „Þetta er hætt að snúast um fólk sem er að koma skoðunum sínum á framfæri. Þegar maður horfir á myndbandið á Vísi þá er augljóst að þetta er farið að snúast meira um fólk sem sogast að þessari „action". Fólk sem hleypur til þegar verið að berja og brjóta. Eins og ég sagði í áramótagrein minni í Markaðnum þá hef ég haft almennar áhyggjur af því hvert við erum að stefna," segir Ari og vitnar í orð sín þar um hversu lengi lögreglan taki á grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Þetta er auðvitað komið út fyrir allt það sem fólk getur sætt sig við sem býr í eðlilegu samfélagi. Þetta er erfið lífsreynsla fyrir alla þá sem lenda í svona, ekki bara fyrir þá sem urðu fyrir líkamstjóni. Fólk er mjög slegið." Tengdar fréttir Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31. desember 2008 13:56 Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31. desember 2008 14:48 Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 1. janúar 2009 10:18 Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31. desember 2008 16:18 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Sjá meira
Ari Edwald forstjóri 365 segist ekki vera með nákvæma tölu yfir það tjón sem fyrirtækið varð fyrir í gær vegna mótmælanna við Hótel Borg. Það sé þó ljóst að skemmdir á búnaði og röskun á tekjuöflun hlaupi á milljónum. Hann segir fyrirtækið ætla að skoða í hvaða stöðu það sé gagnvart skemmdarvörgunum. Hann spyr hversu lengi lögreglan geti tekið grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Ég er nú ekki með nákvæma tölu en þetta er annarsvegar búnaður sem verður fyrir skemmdum og þarf að laga í dag svo hann verði tilbúinn á morgun. Hinsvegar er þetta röskun á tekjuöflun. Þetta er margþætt tjón sem við höfum ekki lagt mat á enda kannski ekki forgangsmál í dag að klára það. En við munum skoða þetta og í hvaða stöðu við erum gagnvart þessum skemmdarvörgum. Ef það tekst að greina hverjir það eru sem eiga þar í hlut munum við reyna að leita eftir ábyrgð hjá slíkum gerendum," segir Ari. Hann gagnrýnir lögreglu sem hann segir hafa gripið of seint inn í og spyr hvað þurfi að gerast til þess að menn fari að líta þessa stöðu alvarlegum augum. „Þetta er hætt að snúast um fólk sem er að koma skoðunum sínum á framfæri. Þegar maður horfir á myndbandið á Vísi þá er augljóst að þetta er farið að snúast meira um fólk sem sogast að þessari „action". Fólk sem hleypur til þegar verið að berja og brjóta. Eins og ég sagði í áramótagrein minni í Markaðnum þá hef ég haft almennar áhyggjur af því hvert við erum að stefna," segir Ari og vitnar í orð sín þar um hversu lengi lögreglan taki á grímuklæddum ofbeldismönnum sem góðlátlegu gríni. „Þetta er auðvitað komið út fyrir allt það sem fólk getur sætt sig við sem býr í eðlilegu samfélagi. Þetta er erfið lífsreynsla fyrir alla þá sem lenda í svona, ekki bara fyrir þá sem urðu fyrir líkamstjóni. Fólk er mjög slegið."
Tengdar fréttir Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31. desember 2008 13:56 Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31. desember 2008 14:48 Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 1. janúar 2009 10:18 Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31. desember 2008 16:18 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Sjá meira
Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg Á annað hundrað mótmælendur eru nú fyrir utan Hótel borg þar sem formenn allra stjórnmálaflokkanna staddir til að taka þátt í Kryddsíld Stöðvar 2 sem hefst eftir nokkrar mínútur. 31. desember 2008 13:56
Kryddsíldinni hætt vegna mótmæla - myndir Hætta þurfti útsendingum á Kryddsíld Stöðvar 2 vegna mótmæla á Hótel Borg. Mótmælendur ruddust inn á hótelið þar sem leiðtogar stjórnmálamanna sátu fyrir svörum oog brenndu í sundur kapla. Lögregla náði að rýma húsið, og er nú fjölmennt lögreglulið fyrir utan Hótel Borg og reynir að varna mótmælendum inngöngu. 31. desember 2008 14:48
Lögreglumaðurinn kinnbeinsbrotinn Lögreglumaðurinn sem fékk grjót í andlitið við mótmælin við Hótel Borg í gærkvöldi var fluttur á slysadeild þar sem kom í ljós að hann er kinnbeinsbrotinn. Þrír voru handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. 1. janúar 2009 10:18
Mótmælin við Hótel Borg - Myndband Vísir fylgdist með mótmælunum við Hótel Borg fyrr í dag. Mótmælin voru nokkuð harkaleg og enduðu með því að útsendingu frá Kryddsíld Stöðvar 2 var hætt. Lögreglan beitti piparúða og nokkrir voru handteknir á vettvangi. 31. desember 2008 16:18