Lífið

Einkanúmerið 2007 tákn um liðinn tíma

Gísli og Porsche-inn númer 2007 Um leið og rafknúna Teslan kemur til landsins verður Porsche-inn, merktur 2007, seldur úr landi.
fréttablaðið/gva
Gísli og Porsche-inn númer 2007 Um leið og rafknúna Teslan kemur til landsins verður Porsche-inn, merktur 2007, seldur úr landi. fréttablaðið/gva

„Í og með er verið að gera grín. En þetta er margþætt,“ segir Gísli Gíslason lögmaður.

Ljósmyndari Fréttablaðsins var á ferð um miðborgina þegar hann rak augun í stíf­bónaðan Porsche- bíl með einkanúmerinu 2007. Eigandinn er Gísli og einkanúmerið er ekki grínið eitt heldur býr djúpstæð merking þar að baki.

„Ég er með verkefni sem heitir 2012 sem felst í því að rafbílavæða Ísland. Þessi bíll var reyndar keyptur árið 2008. En til stendur að selja þennan svarta Porsche til útlanda um leið og við fáum hvítan rafmagnssportbíl sem heitir Tesla.“

Þannig er Porsche-bíll Gísla tákngervingur liðins tíma. Þó um sé að ræða glæsikerru segir Gísli Tesluna vera miklum mun meiri og betri bíl.

„Við ætlum að prufa Tesluna um leið og hún kemur til landsins. Ég ætla að fá lánaðan Reykjavíkur­flugvöll og spyrna. Ég held að Teslan klári Porsche-inn. Þú kemst 350 kílómetra á tankinum og það kostar níu þúsund. Fullhlaðin fer Teslan 460 kílómetra á hleðslunni og það kostar 350 krónur.“ Munar um minna.

Gísli segir að í þessum tveimur bílum mætist gamli og nýi tíminn. Og segir af miklu verkefni sem 2012 er með í farvatninu en fyrir­tækið ætlar að hjálpa fólki til að losna við bensínháka sína. Eða skipta út vélum og setja rafmagnsmótora og batterí í staðinn.

„Við ætlum að rafbílavæða Ísland. Allir geta hlaðið bílana sína með venjulegum hleðslutækjum sem tekur fjóra til sex klukkutíma. Eða með hraðhleðslu á bensínstöðvum sem tekur tíu mínútur. Bjarga Íslandi og þá heiminum,“ segir Gísli.- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.