Fjórðungur leikmanna með 3-4 milljónir í árslaun 3. febrúar 2009 18:56 Úr leik í Landsbankadeildinni. Leikmennirnir á myndinni tengjast ekki fréttinni að öðru leyti en þeir spila í deildinni. 25% leikmanna í Landsbankadeild karla voru með 3-4 milljónir króna í árslaun í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mastersritgerð í mannauðsstjórnun sem Guðni Erlendsson, nemi við Háskóla Íslands, skilaði af sér á dögunum. „Ég lagði vefkönnun fyrir yfir 200 leikmenn í úrvalsdeildinni síðasta sumar og fékk svar frá 70% þeirra," sagði Guðni við fréttastofu en niðurstöðurnar eru vægast sagt áhugaverðar. 27% leikmanna þénuðu 2-3 milljónir króna á ári, 25% höfðu 3-4 milljónir og 5% voru með 4-5 milljónir í árslaun. 97% leikmanna í úrvalsdeildinni þiggja laun af einum eða öðrum toga og þar af eru 66% leikmanna sem þiggja fastar greiðslur allt árið. Ofan á það eru síðan þeir leikmenn sem þiggja bónusgreiðslur. Samkvæmt ritgerðinni höfðu 18% leikmanna bíl til afnota frá félaginu og þáðu bensínstyrk. 13% þáðu íbúð til afnota. Þó slíkir leikmannasamningar séu nánast úr sögunni eftir efnahagshrunið þá gefur þessi könnun sláandi mynd af þeim samningum sem tíðkuðust í góðærinu. Fjórði hver leikmaður sagðist aðspurður að launagreiðslur væri forsenda þess að hann stundaði knattspyrnu. Guðni kannaði einnig hug leikmanna til leikdaga í Landsbankadeildinni. Niðurröðun KSÍ er þvert á óskir mikils meirihluta leikmanna. 62% leikmanna vilja spila á fimmtudögum. Þar á eftir koma laugardagar með 18% og föstudagar 16%. Aðeins 2% leikmanna vilja spila á mánudögum eða sunnudögum þrátt fyrir að 64% leikja í fyrra voru spilaðir á þessum dögum. Árslaun leikmanna í Landsbankadeild karla 20080-1 milljón: 5% leikmanna 1-2 milljónir: 18% 2-3 milljónir: 27% 3-4 milljónir 25% 4-5 milljónir: 5% 5-6 milljónir: 6% 7-8 milljónir: 1% Annað: 1% Hlunnindi leikmannaEngin hlunnyndi: 5% Æfingabúnaður: 94% Bíll til afnota: 18% Bensínstyrkur: 18% Íbúð til afnota: 13% Úttekt í verslunum: 9% Frítt fæði: 5% Annað: 1% Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
25% leikmanna í Landsbankadeild karla voru með 3-4 milljónir króna í árslaun í fyrra. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mastersritgerð í mannauðsstjórnun sem Guðni Erlendsson, nemi við Háskóla Íslands, skilaði af sér á dögunum. „Ég lagði vefkönnun fyrir yfir 200 leikmenn í úrvalsdeildinni síðasta sumar og fékk svar frá 70% þeirra," sagði Guðni við fréttastofu en niðurstöðurnar eru vægast sagt áhugaverðar. 27% leikmanna þénuðu 2-3 milljónir króna á ári, 25% höfðu 3-4 milljónir og 5% voru með 4-5 milljónir í árslaun. 97% leikmanna í úrvalsdeildinni þiggja laun af einum eða öðrum toga og þar af eru 66% leikmanna sem þiggja fastar greiðslur allt árið. Ofan á það eru síðan þeir leikmenn sem þiggja bónusgreiðslur. Samkvæmt ritgerðinni höfðu 18% leikmanna bíl til afnota frá félaginu og þáðu bensínstyrk. 13% þáðu íbúð til afnota. Þó slíkir leikmannasamningar séu nánast úr sögunni eftir efnahagshrunið þá gefur þessi könnun sláandi mynd af þeim samningum sem tíðkuðust í góðærinu. Fjórði hver leikmaður sagðist aðspurður að launagreiðslur væri forsenda þess að hann stundaði knattspyrnu. Guðni kannaði einnig hug leikmanna til leikdaga í Landsbankadeildinni. Niðurröðun KSÍ er þvert á óskir mikils meirihluta leikmanna. 62% leikmanna vilja spila á fimmtudögum. Þar á eftir koma laugardagar með 18% og föstudagar 16%. Aðeins 2% leikmanna vilja spila á mánudögum eða sunnudögum þrátt fyrir að 64% leikja í fyrra voru spilaðir á þessum dögum. Árslaun leikmanna í Landsbankadeild karla 20080-1 milljón: 5% leikmanna 1-2 milljónir: 18% 2-3 milljónir: 27% 3-4 milljónir 25% 4-5 milljónir: 5% 5-6 milljónir: 6% 7-8 milljónir: 1% Annað: 1% Hlunnindi leikmannaEngin hlunnyndi: 5% Æfingabúnaður: 94% Bíll til afnota: 18% Bensínstyrkur: 18% Íbúð til afnota: 13% Úttekt í verslunum: 9% Frítt fæði: 5% Annað: 1%
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira