Innlent

Steingrímur er fyrsti þingmaður í Norðausturkjördæmi

Steingrímur J. Sigfússon er sigurvegari í Norðausturkjördæmi. Mynd/ Vilhelm.
Steingrímur J. Sigfússon er sigurvegari í Norðausturkjördæmi. Mynd/ Vilhelm.
Steingrímur J. Sigfússon er fyrsti þingmaður í Norðausturkjördæmi samkvæmt fyrstu tölum. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Vinstri grænna sem þeir eru með fyrsta þingmann í kjördæmi. „Við erum samkæmt þessum fyrstu tölum stærsti flokkurinn í Norðausturkjördæmi. Það eru auðvitað bara frábær tíðindi ef það gengur eftir. Það sýnir bara hvað hann hefur styrkt sig - ekki bara í kjördæminu heldur á landinu öllu," sagði Katrín Jakobsdóttir í kosningasjónvarpi Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×