Enski boltinn

Enska 1. deildin: Ekki góður dagur hjá Íslendingaliðunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heiðar náði að spila 90 mínútur í dag.
Heiðar náði að spila 90 mínútur í dag. Mynd/Stefán

Þrjú Íslendingalið voru á ferðinni í ensku 1. deildinni í dag og engu þeirra tókst að sigra.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Coventry sem tapaði fyrir Watford, 2-3.

Heiðar Helguson lék einnig í 90 mínútur með QPR sem gerði markalaust jafnteli við Plymouth.

Jóhannes Karl Guðjónsson fékk svo að spila síðustu sjö mínútur leiksins með Burnley sem gerði 2-2 jafntefli við Southampton.

Staðan í ensku deildunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×