Innlent

Á von á áframhaldandi stjórnarmynstri

Jóhanna á von á því að framhald verði á stjórnarsamstarfinu.
Jóhanna á von á því að framhald verði á stjórnarsamstarfinu.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á von á því að stjórnarsamstarf Samfylkingarinnar og Vinstri grænna verði endurnýjað ef stjórnin fær eins stóran meirihluta og fyrstu tölur benda til. Samkvæmt fyrstu tölum eru stjórnarflokkarnir með 36 manna meirihluta.

Jóhanna sagði í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 að draumur jafnaðarmanna sé að rætast um að Samfylkingin verði stærsti stjórnmálaflokkur á landinu. Jóhanna sagði að staða Samfylkingarinnar væri orðin eins og staða stóru jafnaðarmannaflokkanna á Norðurlöndunum. Þá sagði Jóhanna að nýfrjálshyggja Sjálfstæðisflokksins væri fallin.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×