Innlent

Boltinn er hjá ríkisstjórninni

Hrafn 
Magnússon
Hrafn Magnússon

Helstu stjórnendur Landspítalans hittu forsvarsmenn stærstu lífeyrissjóða landsins á þriðjudag og kynntu fyrir þeim tillögur norskra ráðgjafa um að flytja alla starfsemi spítalans úr Fossvogi í nýbyggingar og endurgert húsnæði við Hringbrautina á næstu árum.

Hrafn Magnússon, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að lífeyrissjóðirnir hafi tekið erindi Landspítalans vel en ekkert hafi komið fram um þátt lífeyrissjóðanna, hvort eða hvernig þeir kæmu að verkinu.

„Menn vilja halda áfram að skoða þessa hugmynd og ræða málin," segir Hrafn, „en boltinn er hjá ríkisstjórninni."

Talið er að framkvæmdir við Landspítala eigi að geta skapað 600 störf.- ghs


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×