Innlent

Finnur fyrir stemningu fyrir Vinstri grænum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir verður nýr þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Svandís Svavarsdóttir verður nýr þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
„Við þurfum að telja upp úr kjörkössunum og sjá hvernig þetta endar allt saman," segir Svandís Svavarsdóttir, en hún verður nýr þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs ef marka má niðurstöður skoðanakannana sem hafa birst undanfarna daga. „Við höfum fundið fyrir að það væri byr í seglin hjá okkur. Það virðist vera svona stemning fyrir Vinstri grænum á meðal kjósenda," segir Svandís.

Svandís bendir þó á að þau verkefni sem nýtt þing standi frammi fyrir séu um það bil þau mest krefjandi sem landsmenn hafi staðið frammi fyrir. Þau verði leyst með því að hafa sjónarmið eins og gagnsæi og einlægni gagnvart kjósendum og Íslendingum öllum að leiðarljósi. Svandís segir að þjóðin geti komist í gegnum kreppuna ef hún ber gæfu til þess að standa saman. Íslendingar séu vel menntuð og vel mönnuð þjóð, rík af náttúruauðlindum og menningu.

Svandís er sem kunnugt er borgarfulltrúi VG. Hún segir að eftir alþingiskosningarnar muni hún sitjast niður með borgarstjórnarflokknum og fara yfir það hvað breytingar verði á högum hennar þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×