Erlent

Klámiðnaðurinn biður Bandaríkjastjórn aðstoðar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Larry Flynt.
Larry Flynt. MYND/EPA

Nýjasti iðnaðurinn sem leitar á náðir Bandaríkjastjórnar um fjárhagsstuðning í efnahagslægðinni er klámiðnaðurinn. Larry Flynt, sem um árabil hefur gefið út tímaritið Hustler, biður stjórnvöld nú um að styrkja amerískt klám um fimm milljarða dollara, annars sé hreinlega hætt við því að iðnaðurinn bíði skipbrot vegna fjárhagsvanda.

Flynt segir klámbransann finna fyrir kreppunni líkt og aðrir og spyr hvort það sé meira stórmál að þaðan berist kall eftir hjálp, en frá bílaframleiðendum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×