Innlent

Þingflokkar funda - stjórnarandstaðan með blaðamannafund

Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna VG og Samfylkingar sitja nú á fundum og ræða framhaldið á þingstörfum. Forystumenn flokka á þingi hittust fyrr í dag þar sem reynt var að ná samkomulagi en þeim fundi lauk án niðurstöðu.

Stjórnarandstaðan hefur boðað til sameiginlegs blaðamannafundar klukkan þrjú þar sem farið verður yfir Icesave og framhaldið. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun stjórnarandstaðan þar fara yfir til hvaða bragða verði tekið fallist meirihlutinn ekki á að taka stór mál á borð við skattamál og fjáraukalög fyrir í þinginu áður en Icesave umræðan verði kláruð.










Tengdar fréttir

Formenn reyna að ná samkomulagi um þingstörfin

Forystumenn ríkisstjórnarinnar og formenn stjórnarandstöðuflokka á Alþingi auk Birgittu Jónsdóttur frá Hreyfingunni hittust fyrir stundu á fundi þar sem reynt var að ná samkomulagi um afgreiðslu Icesave málsins á þingi auk annara stórmála á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×