Lífið

Bókin um Villa Vill á lokasprettinum

Hefur lært mikið. Jón er orðinn mjög fróður um Villa Vill.
Hefur lært mikið. Jón er orðinn mjög fróður um Villa Vill.

„Ég er á lokasprettinum. Þetta mjakast - hægt og bítandi. Bókin kemur út fyrir jól," segir tónlistarmaðurinn og nú ævisagnaritarinn Jón Ólafsson. Hann hefur unnið að því frá því í janúar að skrifa ævisögu Vilhjálms Vilhjálmssonar og nú sér loksins fyrir endann á vinnunni.

Jón segir að skrifin gangi vel, en bætir við að gríðarleg vinna fari í bókina. „Það er örugglega mun fljótlegra að skrifa ævisögu um þann sem er lifandi en þann sem ekki er til frásagnar. Þetta verður því dulítil sagnfræði í bland," segir hann. „Mér finnst þetta ákaflega skemmtilegt og fínt að vera ekki lokaður inni í hljóðverinu alla daga."

Spurður hvort hann sé góður penni hlær Jón og segist ekki vita það. „Ég skrifaði töluvert á mínum yngri árum og vann sem blaðamaður í nokkur misseri. Það hefur alltaf blundað í mér áhugi á skrifum."

Jón segist vera búinn að læra mikið um Villa á þeim tíma sem bókin hefur verið í vinnslu og ekki síður um vinnuna sjálfa. „Þetta er náttúrlega búið að vera námskeið fyrir mig. Ég hef gott af því að reyna fyrir mér á nýjum slóðum. Það er stórhættulegt að festast í einhverju leiðindafari, ekki satt?"- afb










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.