Ég drap mömmu 5. september 2009 04:00 Xavier Dolan í kvikmynd sinni, Ég drap mömmu, sem verður opnunarmynd á Riff í haust.mynd riff Nú er ákveðið að opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2009 verði kanadíska verðlaunamyndin „Ég drap mömmu mína“ eða J‘ai Tué Ma Mère. Xavier Dolan leikstýrir, framleiðir, skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í þessari mynd. Hann er aðeins tvítugur og þykir óvenjulega hæfileikaríkur. Myndin er byggð á hans eigin ævi og fjallar um samband samkynhneigðs unglings, Huberts, við móður sína, Chantale. Xavier er fæddur 1989. Hann hóf ungur að leika. Ég drap mömmu er fyrsta mynd hans en hún vakti feiknarlega athygli í Cannes í vor, hlaut fyrstu verðlaun í Director’s Fortnight-flokknum. Sýning á Riff er frumsýning á Norðurlöndum. Fleiri kanadískar myndir verða á dagskrá Riff dagana 17.-27.september: í Antoine eftir Laura Bari er skyggnst inn í líf Antoines, fimm ára, sem stýrir útvarpsþætti, sinnir leynilögreglustörfum og keyrir bíl. Antoine er af víetnömskum uppruna og fæddist hundrað dögum fyrir tímann. Antoine er blindur. Skjannabirta: Þegar andi og efni mætast, eftir Velcrow Ripper. Hvað er Darryl Hannah að gera uppi í tré? Hún er trjáfaðmari og stolt af því að vernda umhverfið, stolt af því að gera það sem henni dettur í hug. Og hún er aðeins ein af mörgum sem gera það í þessari mynd, ásamt Danny Glover, Desmond Tutu og öðru minna þekktu baráttufólki. Mamma er hjá hárgreiðslumanninum, eftir Léa Pool. Sumarið 1966 var tími til þess að njóta sumarfrís og frelsis. En Élise sér uppnámið sem brotthvarf móðurinnar veldur í fjölskyldunni. Élise ákveður því að taka málin í eigin hendur. Stolið: manifestó rímixarans, er eftir Brett Gaylor. Ef þú ert internet-aktívisti á borð við Brett Gaylor gerirðu bíómynd sem er ólögleg. Listamaðurinn GirlTalk blandar saman annarra manna lögum til að búa til sína eigin tónlist, í trássi við gildandi höfundarréttarlög. Tónlist GirlTalk er eitt af mörgum dæmum sem bregða gagnrýnu ljósi á höfundarrétt, sem stangast á við lögmál internetsins. Þetta eru þær fjórar myndir sem í boði verða á Riff frá Kanada en hátíðin hefst 17. september. Sjá nánar www.riff.is. - pbb Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Nú er ákveðið að opnunarmynd Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík 2009 verði kanadíska verðlaunamyndin „Ég drap mömmu mína“ eða J‘ai Tué Ma Mère. Xavier Dolan leikstýrir, framleiðir, skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið í þessari mynd. Hann er aðeins tvítugur og þykir óvenjulega hæfileikaríkur. Myndin er byggð á hans eigin ævi og fjallar um samband samkynhneigðs unglings, Huberts, við móður sína, Chantale. Xavier er fæddur 1989. Hann hóf ungur að leika. Ég drap mömmu er fyrsta mynd hans en hún vakti feiknarlega athygli í Cannes í vor, hlaut fyrstu verðlaun í Director’s Fortnight-flokknum. Sýning á Riff er frumsýning á Norðurlöndum. Fleiri kanadískar myndir verða á dagskrá Riff dagana 17.-27.september: í Antoine eftir Laura Bari er skyggnst inn í líf Antoines, fimm ára, sem stýrir útvarpsþætti, sinnir leynilögreglustörfum og keyrir bíl. Antoine er af víetnömskum uppruna og fæddist hundrað dögum fyrir tímann. Antoine er blindur. Skjannabirta: Þegar andi og efni mætast, eftir Velcrow Ripper. Hvað er Darryl Hannah að gera uppi í tré? Hún er trjáfaðmari og stolt af því að vernda umhverfið, stolt af því að gera það sem henni dettur í hug. Og hún er aðeins ein af mörgum sem gera það í þessari mynd, ásamt Danny Glover, Desmond Tutu og öðru minna þekktu baráttufólki. Mamma er hjá hárgreiðslumanninum, eftir Léa Pool. Sumarið 1966 var tími til þess að njóta sumarfrís og frelsis. En Élise sér uppnámið sem brotthvarf móðurinnar veldur í fjölskyldunni. Élise ákveður því að taka málin í eigin hendur. Stolið: manifestó rímixarans, er eftir Brett Gaylor. Ef þú ert internet-aktívisti á borð við Brett Gaylor gerirðu bíómynd sem er ólögleg. Listamaðurinn GirlTalk blandar saman annarra manna lögum til að búa til sína eigin tónlist, í trássi við gildandi höfundarréttarlög. Tónlist GirlTalk er eitt af mörgum dæmum sem bregða gagnrýnu ljósi á höfundarrétt, sem stangast á við lögmál internetsins. Þetta eru þær fjórar myndir sem í boði verða á Riff frá Kanada en hátíðin hefst 17. september. Sjá nánar www.riff.is. - pbb
Mest lesið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira